13.1.2020 | 19:58
Þvælujöfnun Orkusölunnar.
Orkusalan framleiðir ekkert rafmagn. Ekki eitt einasta volt. Nema ef vera kynni 12 volt í alternator forstjórabílsins. Þar af leiðandi ættu frorsvarsmenn fyrirtækisins ekki að gera sig fleðulega og breiða, flaggandi einhverri kolefnisjöfnun á móti framleiðslu sinni, sem engin er. Halda þessir menn að allur almenningur sé algerlega heiladauður? Þvílík og önnur eins déskotans vitleysa og ófyrirleitni.
Orkusalan er ómerkilegt heildsölufyrirtæki, sem selur rafmagn sem aðrir framleiða. Orkasalan er eitt þeirra fyrirtækja sem varð til við innleiðingu orkupakka eitt og tvö, sem áttu að koma af stað eðlilegri samkeppni á raforkumarkaði, sem sér rúmlega þrjú hundruð þúsund sálum fyrir rafmagni. Markaði sem sjálfur hafði byggt upp framleiðslu og dreifikerfi síns rafmagns í áratugi og notið góðs af einföldu innheimtukerfi og hreinum línum um það hverjir áttu staurana, línurnar og virkjanirnar. Stofnun Orkusölunnar og annara svipaðra heildsölufyrirtækja í raforkugeiranum hefur haft eitt og aðeins eitt í för með sér.: Hærra rafmagnsverð til neytenda og hinna einu sönnu eigenda orkunnar!
Orkusalan og önnur svipuð fyrirbæri eru ömurlegir og algerlga óþarfir milliliður sem kosta sitt. Það þarf forstjóra, fjármálastjóra, ritara, og móttökuritara og skrifstofur og bíla undir mannskapinn og svo þarf náttúrulega að auglýsa eigið ágæti út um rassgatið á sér, helst oft á dag, svo það fari nú ekkert á milli mála hversu ómissandi þjóðþrifafyrirtæki þessi óþarfnaðaróskapnaður er.
Það skal jú eltast við reglugerðafarganið frá Brussel út í hið óendanlega, sama hvað tautar og rausar og alveg sama hvað það kostar almenning og hérlend fyrirtæki. Hérlendir stjórnmálamenn eru orðnir að steinrunnum hugsjónageldum skjalastimplurum evrópusambandsins og Orkusalan og annar ámóta ófögnuður ein af afleiðingum þess.
Orkusalan kolefnisjafnar eigin raforkuframleiðslu.......þvílíkt og annað eins andskotans kjaftæði og hananú og það held ég.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Orkusalan kolefnisjafnar eigin raforkuvinnslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook
Athugasemdir
Ekki hægt að orða þetta betur Egill.
Þvílík endemis þvæla og rugl sem okkur er boðið
uppá virðist engan endi taka.
Er þjóðin svona illa gefin að hægt er að bjóða
uppá næstum því hvað sem er..??
Hvenær er komið nóg..??
Besta sem hefði skeð í hruninu að helvítis ríkið
hefði orðið gjaldþrota og þurft að byrja allt
uppá nýtt. En því miður sáu pólitíkusar til þess
að tryggja áframhaldandi sukk og svínarí.
Sigurður Kristján Hjaltested, 13.1.2020 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.