Miðasala í stað hlutafés?

 Vonandi tekst fólkinu að koma þessu flugfélagi á koppinn. Það fer hinsvegar um mann hrollur, þegar maður les að miðasala byrji mjög fljótlega, en ekki hægt að gefa upp hvenær byrja eigi að fljúga. ´´Vá´´ hvað þetta hljómar ekki vel. Eru komin flugleyfi, er búið að útvega flugvélar og annað smálegt, sem þarf víst til svona rekstrar?

 Getur verið að með fyrirframsölu á miðum í ótilgreind flug, á ótilgreindum tíma, sé verið að sparsla í einhverjar holur, sem vand eða ófundið hlutafé átti að sjá um að loka?

 Spyr sá sem ekkert veit og er alltaf með einhver leiðindi.

 Góðar stundir, með jólakveðju að sunnan,

 þar sem sæljón leika við hvurn sinn fingur og

 mörgæsir fljúga um loftin blá.

 

 


mbl.is Play stefnir á miðasölu í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband