Spilling er samofin nánast öllu.

 Það er allt að því spaugilegt að lesa þessa frétt. Reyndar allt að því sprenghlægilegt. 

 Heimska þeirra sem fara fram á að liðkunarfé Samherja sé greitt til baka til namibísku þjóðarinnar, með atbeina stjórnvalda á Íslandi er yfirgengileg.

 Það finnst nefnilega fyrirbæri sem heitir réttarkerfi. Í þessu máli hefur enginn verið dæmdur, enn sem komið er. Það virðist hinsvegar ekki velkjast fyrir þessum mannvitsbrekkum, enda uppaldir í spillingarbælinu Namibíu. Namibía og stjórnkerfi hennar, er og hefur um langt árabil verið gegnsýrt af spillingu. Að fara fram á að skattgreiðendur á Íslandi borgi til baka einhverjar upphæðir, sem þegar er búið að borga spillingargemsunum í Namibíu er slík reginsteypa og della, að varla verður orði upp komið, yfir heimsku þessa tríós á myndinni. 

 Þetta jaðrar við heimsmeti í heimsku, því miður, en umræðan öll hefur jú ekki beint verið á gáfulegum nótum fram að þessu, svo varla bregður fávísum aulanum mér, við lestur svona dellufréttar. Aumingja sendiherrann að þurfa að standa í svona fíflagangi.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 

 


mbl.is Vilja að namibíska þjóðin fái endurgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband