29.5.2007 | 01:16
Reykingabann 1.júní 2007.
Bannað að reykja á öllum stöðum. Punktur og basta! Hvað varð um val og mat hvers fyrir sig að setjast þar sem hann best teldi sér hverju sinni? Hvað er að því að hafa BARI sem LEYFA fólki að reykja? EITT skilti í gluggann og málið AFGREITT. Annaðhvort REYKT, eða EKKI REYKT? Meira að segja ötulustu málsvarar lýðræðisins farnir að beita Adolf Hitler fyrir sig sem málsvara þess, að rétt sé að banna þennan fjanda.(Reykingar eru að sjálfsögðu ekki hollar) Ekki það að ég ætli að gera reykingar að "heilsuátaki" en finnst einhvernveginn eins og hinn þögli minnihluti hafi ekki átt sjéns í umræðunni. Við erum jú líka fólk, andsk..... hafi það. Ef Eyþór Arnalds og staurinn, eða Þorgrímur Þráinsson vilja lepja sitt vín eða kók í hreinu lofti, er ekki þar með sagt að allur landslýður eigi að gegna kallinu og gera eins og þeir. Hvað er að því að hafa bari aðskilda sem reyk eða reyklausa? Það er eins og verið sé að fara fram á einhverskonar "Apartheid" stefnu. Mig langar bara að fá mér eina rettu með mjöðnum, án þess að vera hent út á götu. Þeir sem halda því fram að aðsókn hafi aukist á írskum börum eftir breytinguna, fara með RANGT mál og ættu bara að skammast sín fyrir ummælin. Meira en 18% írskra bara lögðu upp laupana eftir gildistöku þessarar nýaldar forsjárhyggju. Þar á Adolf kallinn vel heima. Staðreyndir skipta engu máli ef "nógu ötulllega er barist fyrir málstaðnum" Æi hvað þetta er allt að verða hundleiðinlegt og "Júróskt". Bönnum næst bjór á börunum!"!!!!!!!!¨og kaffihúsunum!!!!!
Vitlaus þjóð í vanda með allt of mikinn tíma fyrir fáránlegar reglugerðir frá Brussel?
Ég bara spyr! (Og reyki samt!!!)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Smá sammála ... á góðum stundum. Reyndar var þetta í lagi í Noregi. Það er verst með flughafnirnar.. Erfitt fyrir fólk sem reykir að eiga langt flug fram í tíman og þurfa jafnvel að millilenda og geta ekki fengið sér eina sígarettu..
Björg F (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.