28.5.2007 | 22:43
Sokkabuxur lausnin?
Heljarinnar ástand í Svíþjóð um helgina og fullt af fólki sem ekki komst leiðar sinnar vegna þessa verkfalls. Hitti suma á Kastrup í fyrrakvöld sem voru hreint út sagt ævareiðir og höfðu meðal annars misst af flugi til Ástralíu og fleiri staða. Vissi sjálfur ekki hvað þetta snérist um en eftir að hafa kynnt mér málið lítillega datt mér í hug hvort lausnin á þessari deilu væri einfaldlega ekki sú að bjóða þeim (Flugþjónunum) bara auka sokkabuxur, vikulega, eins og gert var hér um árið hjá Flugleiðum og sjá..... allir urðu vinir "med det samme". Vonandi að flogið verði frá Stokkhólmi samkvæmt áætlun á morgun. Ósennilegt að kóngurinn þurfi þó að undirrita eitt né neitt á frídegi kvenna(enda ekki komið að honum), þar sem þetta eru þjónar en ekki þjónustustúlkur, sem í hlut eiga. "Keep on flying"
Nýtt tilboð lagt fram í kjaradeilu SAS og flugþjóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.