14.5.2019 | 07:17
Engin tímamörk?
Ef rétt er eftir haft, er ekki laust við að setji að manni skelfingarhroll við lestur þessarar fréttar, af ummælum forsætisráðherra um svokallad þungunarrof (fóstureyðingu). Skv. hennar áliti mætti eyða fóstri á hvaða tíma meðgöngunnar sem er!
Veit ekki hvad öðrum þykir, en miðaldra vitleysingurinn ég, á varla orð.
Hvad næst? Henda þeim í ruslid, ef þau þykja ljót?
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Hefði sjálf viljað ganga lengra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Facebook
Athugasemdir
Já gamli bekkjarbróðir, þetta er rétt eftir haft. Hún lét þetta meira að segja út úr sér úr ræðustól Alþingis og endurtók þetta svo í viðtali við mbl.is.......
Jóhann Elíasson, 14.5.2019 kl. 14:01
Svo er talað um öfga hægrimenn og af hverju er ekki gengið á hana og hún spurð út í þetta svar???
Sigurður I B Guðmundsson, 14.5.2019 kl. 16:12
Er leyfi til fóstureyðingar, alveg fram að hríðum það sem forsætisráðherra er að meina? Hvað meinar konan? Í einhvern tíma hefðu blaða fréttasnápaónytjungar þessa lands látið dynja spurningum yfir manneskju sem léti svona út úr sér. Þar sem hún er kona, forsætisráðherra og vinstri sinnuð rétttrúnaðarmanneskja, er hún hinsvegar látin alveg í friði.
Halldór Egill Guðnason, 14.5.2019 kl. 18:33
Já hún vill gefa "skotleyfi" á ófædd börn til fæðingar......
Með kveðju af Suðurnesjunum
Jóhann Elíasson, 14.5.2019 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.