10.3.2019 | 00:12
Góð fjárfesting?
Á aðeins sex mánuðum hafa fjárfestar tapað að minnsta kosti helmingi "fjárfestingar" sinnar. Fá ekki einu sinni vextina greidda í fyrstu atrennu. Allt útlit fyrir að stofnandinn og aðalgæinn hafi haft af þeim milljarða. Ulli síðan framan í þá og gefi þeim puttann. Skuldabréfaútboðinu var aldrei ætlað að bjarga öðru en eigandanum. Skúli á ekki bót fyrir boruna á sér. Það er staðreynd. WOW Air er í raun gjaldþrota fyrir löngu síðan og rekið á lánum væntanlegra farþega, með fyrirframgreiddum fargjöldum, þó þau borgi ekki einu sinni fyrir hreinsun á klósettum flugvélanna.
Enn heldur félagið áfram að bjóða ferðir á minna en ekki neitt, áfram sér Íslenska Ríkið í gegnum fingur sér með lögbundin gjöld og enn er ekki staðið á því að rukka lendingargjöld af hálfu Isavia! Hvurskonar andskotans endaleysa er þetta eiginlega að verða? Ef Icelandair, British Airways, Lufthanza eða önnur flugfélög höguðu sér svona, hver yrðu viðbrögðin af hálfu hérlendra stjórnvalda og eftirlitsaðila?
Getur verið að hérlendir lífeyrissjóðir og bankar hafi "fjárfest" svo mikið í þessu óbermi að allir innan "kerfisins" keppist um að fela slóðina og "treina" þetta eins lengi og hægt er?
Aumur tuðari bara spyr.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Hyggjast ekki greiða vextina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:14 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Halldór
Í hverju landi búa 3-4 kynslóðir. Þáttur Láru Ómarsdóttur um bæi í Ísafjarðardjúpi var um kynslóð sem er nánast horfin. Síðan komu efnahagsævintýrin hvert af öðru. Mótorbátarnir, síldarskipin og togarar. Allt gullaldarár með hernáminu. Alltaf tókst okkur að enda góðærið og taka út vaxtaverkina með óhóflegu álagi og gengisfellingum.
Glansmyndin Ísland í dag byggist mikið á væntingum. Í Hruninu féllu bankarnir, almenningur og fyrirtæki tók á sig byrgðar. Bónusfyrirtækin og lággjalda flugfélög spruttu upp og flest hafa þau lifað af. Wizz heldur upp mikilvægu flugi til Austur-Evrópu. Væntingar eru um að Wow lifi af með sama leiðandi fjárfestinum og hjá Wizz. Wow er með hærra verð pr. floginn km en mörg önnur flugfélög. Mörg þeirra hafa lifað góðu lífi í flugheimi með lágt olíuverð og fullkomnari vélar.
Ímynd Íslands byggist mikið til af netbyltingunni. Net sími og sjónvarp ásamt kvikmyndum sem sækja í íslenskt landslag halda uppi athyglinni á landinu. Án væntingafyrirtækja og tískubólu værum við varla að nýta okkur áhuga ferðamanna.
Sigurður Antonsson, 10.3.2019 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.