19.7.2018 | 02:42
Eftiráviska.
Ósennilegt hlýtur það að teljast, að dagskrá þessa færanlega (fáránlega) og kostnaðarsama þingfundar hafi verið skipulögð, eða kynnt fyrir þingheimi í gær. Popúlistakjaftæði hefur náð nýjum hæðum í hérlendri pólitík og fávísir fjölmiðlaamlóðar reka með straumnum eins og hver önnur dauðyfli, salernispappír eða plastúrgangur. "Vissu ekki hver hún var" er helsta haldreypi píratakjánanna. Slæmur hú"mör" verð ég að segja.
Komust þeir að raun um "skítlegt eðli" forseta danska þingsins í fyrradag? Að manneskjan skuli voga sér að hafa aðra skoðun en malbikunarguttinn eða fyrirspurnarfyrirbærið? Blessuð konan er hér í umboði danska þingsins, en ekki á kosningaferðalagi. Djöfulsins della sem þetta er.
Samkvæmt þessu getur Þistilfjarðarkúvendingurinn hvergi opnað þverrifuna á erlendri grundu, þar sem hægri menn fara með völdin, þó forseti Alþingis sé? Hvað svo sem segja má um hann (altso kúvendinginn) tel ég nokkuð öruggt að sem fulltrúi Alþingis tækist honum í flestum tilfellum vel upp, á hlutlausan hátt, enda ekki viðstaddur sem pólitískur "ageterandi", heldur fulltrúi síns þjóðþings.
Hefðu píratakjánarnir neitað að mæta til fundar sökum fáránleika og kostnaðar fundarhaldsins, hefði ég skilið þá vel og jafnvel getað stutt. Tugum milljóna sóað í prjál og príl, í miðri viku og á sama tíma grafið undan fullveldinu með ömurlegri undirlægju við viðbjóðinn í bulluseli, af ríkisstjórnarflokkunum, með "sjálfafstæðis"flokkinn í fylkingarbrjósti. Sennilega nokkur ljósmóðurársstörf í pallinn og þvæluna á ddrrúv, plús rútur og rándýrar hótelgistingar.
Dómsvald flutt úr landi og yfir vofir afsal af umráðum náttúruauðlinda, í svelginn suður í bullu og þvæluseli fullveldisafsalssinna, sem dreymir um feita skattfrjálsa launatékka og þægilega innivinnu. Ekki að undra að varla nokkur maður nennti að mæta. Þrír fjórðu gesta voru túrhestar, sem skildu hvorki upp né niður í þessu rugli og ekki einu sinni komin helgi.
Svei þessari ríkisstjórn.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Krefst svara frá forsætisnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.