13.7.2018 | 06:39
Svo mælir sá, sem fékk 40 % hækkun.
Að leggja línuna, að setja fordæmi, að vera til fyrirmyndar, er vandmeðfarið.
Auðvitað þolir efnahagslífið ekki aðra eins gjálífishækkun og BB fékk á laun sín eins og þingheimur allur, í boði Kjararáðs. Á einhvern hátt virðist BB þó geta tekið þessari byrði, en jafnframt staðið fremstur allra til að koma í veg fyrir að aðrir fái svo mikið sem helming, eða þaðan af minna í sínum uppbótum.
Mikill maður BB, sem situr með Þistilfjarðarkúvendingi, dúkkulísu í Undralandi og hrossahreðjaklippara í ríkisstjórn. Ég, um mig, frá mér, til mín. "Fuck the rest"
Megi Þingvallaræðan standa í þessum oflátungi, á hundrað ára afmæli fullveldisins, þar sem vonandi fæstir verða viðstaddir að hlusta á vælið.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Uppskrift að óstöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:40 | Facebook
Athugasemdir
Það mátti vera öllum ljóst að geðveikislegar hækkanir kjararáðs myndu hleypa hér öllu í bál og brand, því hlýtur spurningin að vera hvort þetta sé einungis næsta tilraun til að láta Íslendinga hrökklast til að leyta í skjól hjá ESB, þegar allt fer til fjandans í vetur, þegar almennir kjarasamningar verða lausir?
Jónatan Karlsson, 13.7.2018 kl. 07:52
Ekki gott að gangrýna með póltíksum augum.
Birgir Örn Guðjónsson, 13.7.2018 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.