1.7.2018 | 01:56
Ríkið borgar.
Borgarstjórinn í Reykjavík er furðulegur fugl.
Fyrir kosningar klæddist hann tvennskonar bolum með áletrunum. Meira var nú hugmyndaflugið ekki. Á öðrum stóð "Borgarlína" og á hinum stóð "Miklabraut í stokk". Enn hefur engin skýring verið gefin á því hvað Borgarlína er og enn síður hvernig framkvæma eigi eða fjármagna delluna. Svíðreisn gefur grænt ljós á Kringluþvæluna, en enginn virðist hafa spáð í fjármögnun annar en mannvitsbrekkan borgarstjórinn í Reykjavík. Ríkissjóður borgar samkvæmt snillingnum, þó ekkert sé fast í hendi varðandi það og Ríkið hafi ekki einu sinni gert ráð fyrir sóun fjármuna í þetta brjálæði.
"Í sáttmálanum sé talað um að lokið verði samkomulagi við ríkið um lykilaðgerðir til að létta á umferð"
Hvort öllu kjörtímabilinu sé ætlað að verja í þessar viðræður, eða skemmri tíma, kemur hvergi fram í allt að því þvælukenndu rugli Dags Bergþórusonar.
Á sama tíma ætlar burgermeisterinn að þrengja svo að bílaumferð, að fá dæmi eru um slíkan fíflagang í nokkurri borg á byggðu bóli.
Áfram halda glórulausar glærusýningar um skýjaborgir veruleikafirrts borgarstjórnarmeirihluta, í boði Svíðreisnaróánægjuklúbbs fýlupúka úr Sjálfstæðisflokknum með kúlulánaívafi sem aldrei þarf að standa skil á, eða gera grein fyrir.
Er virkilega þörf á stærri Kringlu, meðan börn eru vannærð á undirmönnuðum leikskólum borgarinnar og borgaryfirvöld svívirða öryrkja með því að hundsa niðurstöður dómstóla?
Spyr sá sem ekki veit og frábiður sér brímun.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Engar áhyggjur af stokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.