Ríkið borgar.

 Borgarstjórinn í Reykjavík er furðulegur fugl. 

 Fyrir kosningar klæddist hann tvennskonar bolum með áletrunum. Meira var nú hugmyndaflugið ekki. Á öðrum stóð "Borgarlína" og á hinum stóð "Miklabraut í stokk". Enn hefur engin skýring verið gefin á því hvað Borgarlína er og enn síður hvernig framkvæma eigi eða fjármagna delluna. Svíðreisn gefur grænt ljós á Kringluþvæluna, en enginn virðist hafa spáð í fjármögnun annar en mannvitsbrekkan borgarstjórinn í Reykjavík. Ríkissjóður borgar samkvæmt snillingnum, þó ekkert sé fast í hendi varðandi það og Ríkið hafi ekki einu sinni gert ráð fyrir sóun fjármuna í þetta brjálæði.

 "Í sáttmálanum sé talað um að lokið verði samkomulagi við ríkið um lykilaðgerðir til að létta á umferð"

 Hvort öllu kjörtímabilinu sé ætlað að verja í þessar viðræður, eða skemmri tíma, kemur hvergi fram í allt að því þvælukenndu rugli Dags Bergþórusonar.

 Á sama tíma ætlar burgermeisterinn að þrengja svo að bílaumferð, að fá dæmi eru um slíkan fíflagang í nokkurri borg á byggðu bóli. 

 Áfram halda glórulausar glærusýningar um skýjaborgir veruleikafirrts borgarstjórnarmeirihluta, í boði Svíðreisnaróánægjuklúbbs fýlupúka úr Sjálfstæðisflokknum með kúlulánaívafi sem aldrei þarf að standa skil á, eða gera grein fyrir.

 Er virkilega þörf á stærri Kringlu, meðan börn eru vannærð á undirmönnuðum leikskólum borgarinnar og borgaryfirvöld svívirða öryrkja með því að hundsa niðurstöður dómstóla?

 Spyr sá sem ekki veit og frábiður sér brímun.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Engar áhyggjur af stokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband