30.6.2018 | 01:46
"Manngæskan" holdi klædd.
Að moka sextán manns, sennilega allt karlmönnum af ólíkum uppruna, eins fjarlægum okkur og hugsast getur, í handónýtt hús við íbúagötu er ekki merki mikils hyggjuvits. Nær örugg leið til að gera alla í húsinu geggjaða, svo ekki sé nú talað um íbúana í götunni. Víkingasveit Lögreglunnar og almennir þjónar hennar margbúnir að þurfa að grípa inn í aðstæður. Íbúum nánast haldið í gíslingu af ótta við hvað gerist næst. Allt í nafni "mannúðar".
Hver ber ábyrgð á svona déskotans vinnubrögðum og því þegja fjölmiðlar? Er búið að gegnsýra þá af rétttrúnaðarhugsunarliðinu, eða er fólk á fjölmiðlum ekki meiri bógar en þetta af ótta við eigendur þeirra? Aulagangurinn alger, hvað svo sem veldur.
Myndin af húsinu, ein og sér, er dæmigerð fyrir aumingjaskap hins opinbera og sýnir í hverslags skötulíki öll þessi mál eru hjá yfirvöldum og öllum "miskunnsömu samverjunum". Alger niðurníðsla á öllum sviðum. Fátt ef nokkurt hugsað til enda.
Þetta hús er táknrænt merki um fíflaganginn í þessum málum öllum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Barði blóðugur að dyrum í Stigahlíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Senda þá alla í Mosfellsbæinn, þar sem þeir geta búið í glæsilegu einbýlishúsi.
Þorsteinn Briem, 30.6.2018 kl. 03:00
Það var enginn að tala um það Steini Briem! Öll þessi mál eru í skötulíki. Svona dulítið eins og þú sjálfur.
Halldór Egill Guðnason, 30.6.2018 kl. 03:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.