30.6.2018 | 01:13
Sjö hundruð milljónir út um gluggann.
Fjármála og skipulagsvit borgarstjórnarmeirihlutans virðist síst hafa batnað, þó Svíðreisn hafi stokkið á vagninn í stað óræðrar framtíðar, sem reyndar er orðin að súrri fortíð.
Verslunarhúsnæði í borginni dugar nú þegar hátt í hálfri milljón íbúa, en nú skal bæta um betur. "Lífleg starfssemi á svæðinu"? Er þetta fólk ekki að grínast? Síðasta "líflega" starfsemin sem tuðarakvikyndið man eftir á þessum slóðum var skotárás og þar á undan Iðnaðarbankaránið með lambhúshettunni landsfrægu sem við það er kennd.
Sjö hundruð milljónir detta skyndilega á borðið úr galtómum fjárhyrslum Reykjavíkurborgar, sem sífellt kvartar undan blankheitum.
Áfram skulu börn koma vannærð af undirmönnuðum leikskólum og öryrkjar sviknir af greiðslum frá borginni, sem þeim hafa verið dæmdar af dómstólum. Nostalgíuþvældum sveimhugum í borgarstjórn hefur verið gert mögulegt að halda uppteknum hætti í rugli og óráðsíu. Allt í boði Svíðreisnar. Hafi sú reisn litlar þakkir fyrir.
Til hamingju Reykvíkingar með nýjan borgarstjórnarmeirihluta. Þvílíkt og annað eins samansafn af alltumliggjandi hug og hyggjuviti fyrir hönd borgaranna hefur trauðla sést í yfir tvö hundruð ára sögu borgarinnar.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Borgin kaupir fasteignir í Breiðholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:14 | Facebook
Athugasemdir
Borgarstjórn Reykjavíkur er kosin af Reykvíkingum en ekki tuðurum í Mosfellsbæ eða Kópavogi, sem kemur Breiðholt ekki rassgat við.
Þorsteinn Briem, 30.6.2018 kl. 02:51
Það er semsagt bannað að hafa skoðun á öðru en því sem gerist í nærumhverfi sínu, samkvæmt bríminu. Farðu sjálfur í rassgat.
Halldór Egill Guðnason, 30.6.2018 kl. 04:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.