10.6.2018 | 00:17
Margt smátt gerir helling.
Ægir Þór á stóra fjölskyldu. Hann á okkur öll að og það er dásamlegt að sjá hve allir taka vel á með stráknum. Það er helst að sjá að ömurleg stjórnvöld og enn verri stjórnmálamenn og konur séu ekki að kveikja á perunni, enda meira og minna á perunni í sjálfshagsmunaframapoti sínu á pólitíska sviðinu. Þar kemst ekkert annað að en ég, ég, ég. Svei því auma liði sem neitar lítilli hetju um sjálfsagðan rétt sinn til lífsins, því aurana skortir! Aurarnir eru nægir.
Þúsundum milljóna er sóað í bruðl og vitleysu ár hvert, af mis og oft á tíðum fávísum stjórnmálamönnum, engum til gagns. Þegar líf liggur við bregst þolinmæði almennings og nú skal skella á súðum pólitískra amlóða, sem sem best ættu að hysja upp um sig brækurnar og gegna sínu starfi, sem þeir voru kosnir til. Þeir eru jú í vinnu fyrir okkur, en ekki öfugt, hafi það farið framhjá þeim.
Almenningur er kominn með upp í kok af bruðli og rugli stjórnmálamanna, sem sumir hverjir virðast varla vita hvar þeir vinna, eða fyrir hvern.
Ægir Þór skal fá það sem hann þarf! Leggjumst öll á árarnar, svo það megi verða.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Margt smátt gerir eitt stórt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.