Falleg kona, hún Herdís.

 Góður kennari, er gulls ígildi. Mannbætandi og gefandi, hverjum þeim, sem hjá honum/henni nemur. Herdís Egilsdóttir er sennilega með síðustu eintökunum, sem talist geta "alúðarkennarar". Falleg manneskja, sem lagði metnað sinn allan, alúð og einlægni í starfið. Helgaði líf sitt nemendum sínum og uppsker nú fram á ævikvöldið þökk þeirra, sem nutu leiðsagnar hennar. Það er mikið spunnið í fólk eins og Herdísi, sem af einstakri umhyggju og ást bar hag og velferð nemenda sinna ávallt fremst í brjósti. Í dag er leitun að fólki, sem vinnur sína vinnu, eins vel og gleðiríkt og Herdís gerði.

 Megi endurfundirnir lukkast sem best. Þar verður eflaust margt um manninn, sem þakka vill henni leiðsögn hennar og umhyggju.

 Leiðsögn sem því miður fer lítið fyrir, nú á tímum. Þar mætti svo sannarlega vera meira um Herdísir!.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Ég man ótrúlega vel eftir þeim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband