23.3.2018 | 23:20
Flugvöll í Hvassahraun og sundlaug í Fossvogsdal, í boði Krulla kjána.
Krulli kjáni heldur að hann geti hent sínum vandamálum í nágrannasveitarfélögin, án þess einu sinni að spyrja.
Flugvelli í Hafnfirðinga og sundlaug í Kópavogsbúa.
Hverju næst?
Fjárhagsvanda borgarinnar, ónýtum götum, viðhaldsskorti, leikskólaskorti, húsnæðisskorti, ísbirni í Húsdýragarðinn, einhverju fyrir róna, eða langri röð af sviknum loforðum, orðaflaumi, bulli, máluðum götum, fuglahúsum, þrengri götum, eða bara jarí jarí?
Spyr sá sem ekkert veit, frekar en fyrri daginn. Sauður sem maður getur verið, að sjá ekki snilldina í aðgerðarleysi og fíflagangi borgarstjórnarmeirihlutans. Þessar mannvitsbrekkur "loga", sem englar á himnum.
Logi virkar hinsvegar ekki án aðstoðarmanneskju og hlýtur því að teljast öryrki, að einhverjum hluta. Ef til vill ekki stórum, en engu að síður heftur á einhvern samfylkingarhátt.
"Sú mí if jú læk" bloggaði eitt sinn einn albesti bloggarinn.
Farinn í koju.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Engin afstaða til hönnunarsamkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
Athugasemdir
Og þrátt fyrir að flest allir Reykvíkingar séu hundóánægðir með þetta allt,
"Fjárhagsvanda borgarinnar, ónýtum götum, viðhaldsskorti, leikskólaskorti, húsnæðisskorti, ísbirni í Húsdýragarðinn, einhverju fyrir róna, eða langri röð af sviknum loforðum, orðaflaumi, bulli, máluðum götum, fuglahúsum, þrengri götum, eða bara jarí jarí?
"
MUNU ÞEIR KJÓSA SAMA PAKKIÐ YFIR SIG !
Birgir Örn Guðjónsson, 24.3.2018 kl. 00:28
Verði þeim að góðu og lagstur á hina hliðina. Takk fyrir innlitið, Birgir Örn.
Halldór Egill Guðnason, 24.3.2018 kl. 00:42
Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.
Þorsteinn Briem, 24.3.2018 kl. 13:55
20.3.2001:
"Í kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.
Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.
Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."
Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins
Þorsteinn Briem, 24.3.2018 kl. 13:56
Ómar Ragnarsson segir að ekkert sé að marka kosningarnar í mars 2001 um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem þessar kosningar séu ekki nýlegar.
Skipulag á flugvallarsvæðinu er að sjálfsögðu gert til langs tíma en ekki til nokkurra ára og fjórar borgarstjórnarkosningar hafa farið fram hér í Reykjavík á þessu tímabili.
Meirihluti borgarfulltrúa hefur allan tímann viljað að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu og þetta mál er stærsta málið í öllum þessum borgarstjórnarkosningum.
Þar af leiðandi hefur að sjálfsögðu verið kosið um flugvallarmálið í öllum kosningunum.
Sumir skoðanabræðra Ómars Ragnarssonar í þessu máli hafa reynt að tefja það að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu með löngum málaferlum, sem þeir hafa tapað en vilja að sjálfsögðu ekki sætta sig við það.
Og þá kemur að sjálfsögðu söngur þeirra um að langt sé liðið frá kosningunum um flugvöllinn.
Því meira sem þeir tefji málið því betra að þeirra dómi, því þá sé lengra liðið frá sérstökum kosningum um málið.
Þorsteinn Briem, 24.3.2018 kl. 13:57
Æi, Steini. Nennesu ekki.
Halldór Egill Guðnason, 29.3.2018 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.