"Örugg" svæði fyrir gerendur?

 Skiljanlega eru ekki allir sáttir við þessa ráðstöfun. En að halda því fram, eða fara fram á, að nær væri að taka á gerendum, er undarlegur málflutningur, í meira lagi. 

 Það verður enginn gerandi, fyrr en eftir gerninginn, ekki satt?

 Ef þú gerir ekkert, ertu ekki gerandi.

 Með þessum ruglrökum mætti allt eins fara fram á að komið yrði upp öruggum svæðum fyrir gerendur.

 Það vita flestir hverjir þessir gerendur hafa verið, undanfarið í Þýskalandi, en ekki ætla ég að hætta mér inn á braut þeirrar umræðu, svo mikið er víst. 

 Þökkum fyrir að á Íslandi hefur enn ekki komið til þess að grípa þurfi til svona óyndisúrræða. Hve lengi það varir, veit enginn, en gleðjumst og fögnum nýju ári á einhverju öruggasta svæði sem nú finnst á Móður Jörð, Íslandi.

 Góðar stundir, með áramótakveðju að sunnan.


mbl.is „Örugg svæði“ fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband