Undarlegt fasteignamat.

 Að hátt í tólf hundruð fermetra verslunarhúsnæði á allra dýrasta stað á Íslandi, skuli hafa fasteignamat upp á rétt rúmar 140 milljónir er undarlegt, svo ekki sé meira sagt. Hér er einhversstaðar pottur brotinn, eða stafsetningavilla á ferðinni, svo galið er þetta mat. Eflaust gætu margir hugsað sér hlutfallslega sama mat, fyrir sínar eignir. Það þýddi jú lægri gjöld, ekki satt?

 Þar fyrir utan er hér komið enn eitt dæmið um fáránleikann í stjórn Reykjavíkurborgar. Kostnaðurinn við þennan byggingarreit og útkoman að verki loknu, liggur í augum uppi. Það er að segja útkoman, ekki kostnaðurinn. Nægir að berja þessa hrákasmíð augum. Þvílíkt og annað eins rugl og vitleysishrærigrautur. Samkvæmt myndinni hafa þeir t.a.m. gleymt að rífa mótatimbrið utan af glerhaugnum, við hlið gamla hússins, fyrir miðju, sem átti að varðveita, en hefur nú fengið klístrað upp að tveimur hliðum sínum, undarlegum, forljótum og steingeldum kössum, úr gleri og steypu. Mér þykir þetta hallærislegt og forljótt. Reyndar svo ljótt, að ég á eiginlega ekki orð. Eflaust sjá einhverjir fegurðina í þessu og er það bara hið besta mál. Misjafn er mannanna smekkur.

 Ætli Reykjavíkurborg ríði feitum hesti frá þessu klúðri, eða getur verið að dæmið sé oggulítið í mínus, fyrir borgina? Væri fróðlegt að komast að því.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Glerhýsið reiðubúið fyrir rekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband