21.10.2017 | 02:05
ANDSKOTANS Skoðanakannanir !
Biðst innilega forláts, á mjög svo "ódannaðri" fyrirsögn, en nú er svo komið, að jafnvel tuðarinn er alveg búinn að fá nóg af því, hve svokallaðar "skoðanakannanir" spila stóra rullu í kosningabaráttunni.
Hringt er í nokkur hundruð hræður og niðurstöðunni varpað út í loftið, "med det samme". Fréttamenn hafa ekki einu sinni fyrir því lengur að tilgreina, hve margir voru spurðir, hve margir tóku afstöðu, eða neituðu að svara. Síðan veður fjölmiðlaliðið í stjórnmálaforingjana, sem ýmist tárast af gleði, eða falla saman, í "varnarsigri" yfir fylginu eða hruninu og umræðan snýst ekki um neitt annað en ANDSKOTANS skoðanakannanir. Samkvæmt þessum déskotans könnunum eru fjölmiðlar búnir að mynda næstu ríkisstjórn, svona að mestu, með endalausum endurtekningum á niðurstöðum einhverra kannana.
Ég er kjósandi. Ég vil fá upplýsingar um hvað frambjóðendur og flokkar hafa fram að færa. Ekki endalaust blaður og froðu fréttamiðla og manna og kvenna, sem gaspra og gapa eftir könnunum.
Blaða og fréttamennsku hefur hrakað gífurlega. Fréttamenn virðast, í allt of miklum mæli, vera orðnir páfagaukar, eða annað þaðan af neðar í IQ. (Greind)
Áreiti er mikið í umræðunni þessa dagana og hefur kynferðislegt áreiti verið þar mest til umræðu. Illvígt áreiti, sem hárrétt er að kveða í kútinn, með öllum ráðum.
Kjósendaáreiti er einnig slæmt og kominn tími til að fjölmiðlar átti sig á því og drullist til að gerast fjölmiðlar á ný, en ekki haga sér eins og ömurlegustu kynferðisáreitisbjálfar, gagnvart kjósendum.
Kjósendur eru fólk, sem á skilið að við þá sé rætt af fréttamiðlum á jafnréttisgrundvelli, en ekki könnunum, sem "einhver" framkvæmir.
Girðið ykkur í brók.
Taki til sín, sem eiga.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:26 | Facebook
Athugasemdir
Skoðanasystkyn mín eru farin að skeggræða eins og vinstri stjórn verði við stjórnvölinn innan skamms,vegna nýjustu Kannananna. Ekki hræðist ég væntanlegar skattaálögur þeirra,en óneitanleg hrollvekja fylgir samt þeirri spá með andvarpi; "þau aftur neeei"... Þegar vonin ein er eftir gerist maður ótuktarlegur og vonar að menn skelfist við útkomu fjárans ekki¨sens skoðanna kannanna og flykkist á kjörstað til að afstýra þessum andskota.
Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2017 kl. 03:30
Það sem mér finnst sérkennilegt með þessar kannanir er að spurt er þriggja spurninga til að lækka hlutfall óákveðinna. Þó er aldrei aðgreint hve hátt hlutfall svaraði hverri spurningu fyrir sig.
Í stað þess að spyrja einfaldlega, " hvað ætlar þú að kjósa?" Þá eru þeir sem eru óákveðnir einnig spurðir. "Hvað finnst þér líklegt að þú kjósir?" Ef einhver á ekki svör við því, þá er spurt, " Er líklegt að þú myndir kjósa sjálfstæðisflokkinn fremur en önnur framboð?" Ef svarið er nei, þá er því hlutfalli dreift niður á önnur framboð.
Þrátt fyrir að þannig séu einhver svör kreist út úr fólki, þá er samt um 60% svarenda sem geta ekki gert neitt upp við sig.
Menn geta svo spurt sig hvort þeim þyki þetta trúverðugt. Ekki þarf annað en að líta til síðustu kosninga til að sjá að niðurstöður þeirra voru allt aðrar en skoðanakannanir. T.d. Voru Píratar í skoðanakönnunum mældir með nálægt 30% en fengu 10% og allt útlit var fyrir að Sjálfstæðisflokknum væri hafnað, en hann stóð uppi sem sigurvegari.
Það er því skynsamlegt að taka þetta allt með korni af salti. Í raun gefa þessar kannanir enga mynd af því sem í vændum er miðað við allt ósamræmið sem hefur sýnt sig.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.10.2017 kl. 09:01
Þakka innlitið, Helga og Jón Steinar. Síbyljan um þessar kannanir, getur ekki gert neitt annað, en afvegaleiða það sem skiptir máli og draga úr getu almennra kjósenda að átta sig á því, hvað er í boði. Það er einfaldlega ekkert rætt um það. Aðeins könnnun efir könnun, jafnvel þrjár á dag! Þett er algerlega óþolandi og kominn tími til að hemja þetta rugl. Gæti hljómað fáránlega, en hversvegna ekki að banna birtingu skoðanakannana síðustu vikuna fyrir kosningar? Þá fyrst fengi maður frið og þeir sem telja sig fréttamenn gætu sýnt hvað í þeim býr, sem slíkum, en ekki málpípur lobbýista.
Halldór Egill Guðnason, 23.10.2017 kl. 05:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.