Uppskrift að Stjórnarskrárbreytingaferli?

 Eftir lestur þessarar fréttar, er ekki laust við að maður sé hálf orðlaus. Viðreisn vill ganga í esb. Viðreisn vill henda Krónunni og láta bjúrókrata og blýantsnagara í Brussel sjá um að stjórna Íslandi. Til þess þarf Stjórnarakrárbreytingu. 

 Hvernig Viðreisn tekur á sínum innri málum, í aðdraganda kosninga, ætti að upplýsa allan almenning um gagns og getuleysi þessa stjórnmálaafls. Stjórnarskráin fengi sennilega sömu útreið og þeirra eigið regluverk. Virðingar og svíðingshátturinn alger, þá er haga skal málum þannig, að henti tilteknum einstaklingum.

 Væri ekki vel til fundið, á þessari stundu, að Viðreisn og Samfylkingin sameinuðust í einn allsherjar fíaskóflokk? Þar gætu sameinast í eitt, ömurlegustu niðurrifsöfl landsins, gegn sjálfstæði Íslands og alþýðu landsins. Hinn fullkomni sjálfstæðisafsalsflokkur, tækifærissinna og fjölflokka fýlupúka.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Breyttu samþykktum fyrir nýjan formann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband