Hvar hefur Már verið?

 Hvernig Seðlabanki Íslands getur látið það fram hjá sér fara, að hann tapi fimm milljörðum, sökum óupplýstra upplýsinga um eigur sínar, er algerlega óskiljanlegt. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem þetta gerist og alveg örugglega ekki það síðasta, meðan Már Guðmundsson er Seðlabankastjóri. 

 Er ekki kominn tími á karlinn að taka pokann sinn, eða þarf tuttugu og fimm þúsund milljónir í viðbót, áður en nokkur vaknar og "fattar" hversu óhæfur hann er ?

 Allt sem "gránu og þistilfjarðarkúvendingsstjórnin" kom á og enn lifir, er og verður ávallt eitur, fyri Íslenskt samfélag.

 Undarlegur fjandi, hve langan tíma tekur að sjá þetta, eða hvað? Perraumræða og æruupreisn getur lengi gengið í umræðunni, til að fela svona afglöp, eða jafnvel fella ríkisstjórn, en einn góðan  veðurdag verður hulunni svipt af blekkingunni.  

 Þá mega kommarnir nú aldeilis fara að vara sig.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Vissi ekki hver keypti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ætli hann láti ekki duga að lýsa yfir að hann taki fulla ábyrgð á gjörðum sínum og láti síðan þar við sitja eins og virðist vera orðin viðtekin venja hér í spillingarbælinu.

Jónatan Karlsson, 22.9.2017 kl. 07:39

2 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Þegar þú talar um að kommarnir þurfi að vara sig, ertu þá að meina kommúnistaflokkinn í Valhöll?


http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/08/15/mar-gudmundsson-endurskipadur-sedlabankastjori-til-fimm-ara/

Jón Páll Garðarsson, 22.9.2017 kl. 09:34

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er ekki hægt að vísa þessu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál?

;)

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2017 kl. 10:25

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vert að minna á sölu Más og Steingríms á danska bankanum FIH á 70 milljarða til spekúlanta, sem seldu hann síðan áfram á 1200 milljarða. Bankinn var veð fyrir 60 milljarða láni til Kaupþings þegar hrunið dundi yfir.

Það bliknar víst allt við hliðina á því. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 22.9.2017 kl. 17:46

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka innlitið, herrar mínir og góð innlegg. Í Valhöll hljóta að finnast kommar. Annars hefði Már ekki fengið framlengingu á starfi sínu. Að maður, sem kostað hefur Ríkissjóð Íslands yfir eitt þúsund milljarða, skuli fá framlengingu á starfi sem Seðlabankastjóri, er algerlega óskiljanlegt.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.9.2017 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband