Þrjú þúsund krónur, fyrir á.

 Bændur fá greiddar þrjú þúsund krónur fyrir eina gamla kind. Gömul og úr sér gengin ær hefur alið af sér ótal lömb, sem betur hefur verið borgað fyrir. Skilað sínu, en að endingu gengur ærin úr sér og er seld á slikk frá bónda. Keypt fyrir slikk af sláturleyfishafa, sem selur aðeins örlítinn hluta af henni á tíföldu verði, sem bóndinn fékk, fyrir gömlu rolluna alla!

 Það er magnaður andskoti, að fylgjast með niðurlægingarherferð þeirri, sem nú á sér stað, gegn Íslenskum bændum. Afurðastöðvar og sláturleyfishafar, sem ávallt skila hagnaði, sé þeim rétt stjórnað, þrengja nú um stundir harðast að Íslenskum bændum. Fyrirtæki sem mergsjúga bændur og bera fyrir sig kostnaði af markaðssetningu og auglýsingarkostnaði, sem helstu orsakavöldum lágs verðs til bænda. Að ekki sé nú talað um ónýtu andskotans Íslensku krónuna, sem sveiflast hefur minna en sú norska, undanfarin ár. Minni neysla, minna verð. Léleg og oft á tíðum fáránleg markaðssetning, með sömu mönnunum gengur ekki. Það vilja ekki allir kaupa heilan hrygg, eða læri, því það hentar einfaldlega ekki öllum! Árið er 2017, en markaðssetningin er aðeins Baldvin og 1990.

 Þegar Mörlandinn ferðast til útlanda vill hann kynnast þarlendri menningu. Matarmenning innifalin. Á Íslndi er túrhestum mokað í gin auðvirðilegs ruslfæðis og nánast engin áherzla lögð á innlendan mat, eða matarmenningu. Skíthopparar og svínakjöt eiga nákvæmlega EKKERT sameiginlegt með Íslenskri matarhefð. Tvær andstyggilegustu plágur undanfarinna ára eiga rætur sínar að rekja til hvíts kjöts. (Fyrir utan Ebólu) Svínaflensa og fuglaflensa gerðu lyfjafyrirtæki nánast að stjarnfræðilega ríkum dónum. Enn hefur enginn faraldur mannlegrar sýkingar verið rakinn til sauðkindarinnar. Hinnar Íslensku allra síst.

 Fæðuöryggi er mönnum tíðrætt um. Á Íslandi er eitthvert mesta fæðuöryggi veraldar. Íslenska sauðkindin og flest sem hún gefur okkur, tryggir býsna gott öryggi, fyrir okkur flest. Grænmetisætur undanskildar. Fiskurinn minnkar ekki öryggið heldur. Við erum vel sett, stórt séð. 

 Ömurleg markaðssetning sláturleyfishafa og úrelt hugsun þeirra, er mesta og versta mein Íslensks landbúnaðar. Kominn tími til að kippa þessum amlóðum út úr forréttindum sínum og áskrift að launum hagnaði og fá það öðrum. Baldvin og co eru "history" og tími kominn á nýja hugsun!

 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband