Ódýrasta og umhverfisvænasta rafmagn í heimi?

 Á Íslandi er rafmagn hvorki umhverfisvænt framleitt, né ódýrt, að stærstum hluta. Sé svo einhversstaðar, er "umframkolefnislosunarkvótinn" framseldur, á góðu verði, eins og óveiddur fiskur í sjónum, til umhverfissóða, annars staðar í heiminum. Hvert gróðinn af "sjálfbærninni" rennur, virðast hins vegar fáir vita, eða vilja tjá sig um. Samkvæmt öllum opinberum alþjóðlegum skýrslum framleiða Íslendingar meira að segja rafmagn með kjarnorku, þó ekkert finnist kjarnorkuverið hér á landi. Gott ef ekki kolum einnig! Hvert rennur mengunarkvótagróðinn?

 Öll umræða er komin út í skurð, en á einhvern óskiljanlegan hátt, er ávallt hægt að selja misvitrum og oft á tíðum fávísum og jafnvel greindarskertum stjórnmála og embættismönnum þvæluna. Nægir þar að nefna fjörtíuþúsundfíflaráðstefnuna í París.

 Til að tengja eitt stykki tvöhundruðþúsundtonna skemmtiferðaskip við landrafmagn þarf háspennulínu á kajann! Þegar þrjú liggja þar, sama daginn, þarf næstumþví Búrfellslínu! Flestöll skemmtiferðaskip, sem til landsins koma, stoppa hér innan við sólarhring. Það tekur þvi ekki einu sinni að ræða þetta, svo fáránleg er þessi umræða.

 Mikið djöfull er orðið þreytandi og á stundum svekkjandi að lesa svona andskotans þvælu. 

 Að öðru, úr því téður Gísli Hafnarstjóri hefur orðið.:

 Gísli hafnarstjóri og Spalarkarl.: Taktu þér helgarferð til Noregs eða Færeyja og sjáðu hve ljúft sjálfrennireiðar þessara landa renna gegnum hver göngin af öðrum, án þess að svo mikið sem slá af, nema rétt á meðan tölvukerfið les bílnúmerið. Hvalfjarðargöngin eru reginhneyksli, þá komið er upp úr þeim, eða ekið niður í þau að norðanverðu. Ef Spölur ætlar að halda áfram að selja tíu miða kort, þar sem hver miði er afhentur í lúgu, fargjaldið greitt með seðlum, kortum eða áskrift, er tilgangur Spalar einungis einn.: Teppum þetta helvítis rör undir fjörðinn nógu helvíti lengi og mikið, á álagstímum, með löngu úreltum innheimtuaðgerðum og þá leyfa þeir okkur að bora önnur, sem tvö eða þrefalda gróðann! Sér virkilega enginn í gegnum helvítis þvæluna? Hvalfjarðargöngin eru ekki sprungin, fyrir fimm aur. Þau geta hæglega annað tvöföldu því sem þau anna í dag, ef þau væru rekin eins og hjá mönnum!

 Andskotans della, sem þetta er allt að verða. Þeir síðustu til að sjá það eru að sjálfsögðu kampavínssötrararnir af Parísarfylleríinu og ömurleg frétta og blaðamannastétt, sem getur ekki einu sinni lengur sagt fréttir, heldu framleiðir þær frekar, eða snarar af Google Translate, því það er svo þægilegt og hentar eigendum "fjölmiðlanna" svo vel.

 Al Gore fitnar hinsvegar hraðar en nýgotinn grís, enda einn af stærstu hluthöfum í einu arðvænlegasta "mengunarkvótasölufyrirtæki" í heiminum. Fyllti Háskólabíó af þúsund fíflum og síðan fjörtíu þúsundum til viðbótar í París.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Stærstu skipin nota rafmagn á við bæjarfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband