Þrír svíar, þrjúhundruð þúsund sýrlendingar.

 Heimurinn bregst við árásinni. Þjóðarleiðtogar senda samúðarskeyti. Hörmungaratburður hefur átt sér stað, svo mikið er víst. Í hvert sinn er saklausir borgarar farast í árásum fáráðlinga, bregst heimurinn við. Heimurinn bregst hinsvegar mjög misjafnlega við, eftir því hvar saklausir borgarar farast í árásum fáráðlinga. Atburðurinn í Svíðþjóð í gær hefur ekki verið að fullu upplýstur. Hver gerði þetta, eða hver tilgangurinn var. Allar svona árásir eru forkastanlegar og þeir sem að þeim standa, eða fremja þær, eru huglausar bleyður. Umfjöllunin er jafn misjöfn og svæðaskiptingin býður uppá. Því nær OKKUR sem árásin er gerð, magnast samúðin. Því fjær sem svona ófögnuður gerist, virðast viðbrögðin hinsvegar minnka og samúðin jafnhliða. Yfir þrjú hundruð þúsund sýrlendingar hafa verið drepnir á undanförnum árum, í átökunum þar. Það hefur ekki verið slökkt á Eifel turninum í eina mínútu, vegna þeirra. Hugur allra er með aðstandendum fórnarlambanna í Gautaborg í gær, en er ekki kominn tími til að útvíkka samúðina og leggjast á árarnar til varnar frekari blóðsúthellingum fáráðlinga, víðar um heiminn? Mannslíf er jú mannslíf, ekki satt? Á staðsetning að skipta máli, er svo mikið sem eitt þeirra glatast, fyrir hendi fáráðlinga?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Heimurinn bregst við árásinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband