27.1.2017 | 02:23
Góð hugmynd, en.........
Þetta er góð hugmynd og gefur yfirvöldum aukinn rétt, utan tólf mílnanna. Hinsvegar eru ummælin um að þetta veiti okkur aukinn rétt, án aukinnar ábyrgðar ansi mikið vanhugsuð. Í afgreiðslu þessa máls mega menn ekki taka aðeins réttinn sér til handa, heldur verður þeim rétti að fylgja alger ábyrgð á viðkomandi svæði. Annað lítur illa út og er í raun klaufalegt að setja fram, á frumstigi málsins. Það fær enginn allt fyrir ekkert. Með fjársvelta Lanhelgisgæslu Íslands er þetta fjarlægur draumur, en ef tekst með einhverjum hætti að laga þá stöðu, er hugmyndin býsna góð. Þetta snýst um um að byrja á réttum enda. Eitthvað sem of mörgum stjórnmálamönnum yfirsést, allt of oft.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Ísland fái aukið vald utan landhelginnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.