25.1.2017 | 05:16
Auðlindagjald af útsýni?
Ef Tuðarinn mætti leggja orð í belg, til framdráttar hérlendri túrhestauppvöðslu, væri mitt fyrsta ráð til þessarar gullfallegu konu að leggja auðlindagjald, með fullum virðisaukaskatti á útsýnisferðir. Útsýni er nefnilega sameiginleg auðlind. Fólk kemur til Íslnds til að sjá landið! Útsýni ber því að auðlindaskattsvæða. Til afsláttar mætti hinsvegar færa óþægilegar útsýnisferðir, sökum hörmulegs vegakerfis og skorts á kömrum og göngustígum. Allt í allt, sökum arfaslakra innviða, má hugsnleg gefa afslátt. Auðlindaskatt á allar útsýnisferðir, með 20% virðisaukaskatti, vegna ónýtu veganna og engin rúta fengi að yfirgefa höfuðborgarsvæðið, án talningar farþega. Til þess yrðu skipaðar að minnsta kosti þrjátíu og fjórar nefndir, auk aðstoðarliðs og farþegateljara. Kostnaður móti innkomu, er nokkuð ljós, en mun að endingu skipta engu máli. Það mun ekki sjást ein einasta rúta meir, ofan Ártúnsbrekku, frekar en laxeldiskvíar á Vestfjörðum, eða fólk sem þar einu sinni bjó. Kvótakerfið hið seinna, verður í boði bjartrar framtíðar.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Framsýni, forvarnir og friðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.