21.11.2016 | 02:26
Drottning, eða skipper?
Birgitta er semsagt búin að ákveða þetta?! Það eina sem eftir er, er að þingflokkurinn, grúppan, hópurinn, söfnuðurinn, eða hvað svo sem drottningin telur best við eiga, eigi "bara eftir að samþykkja". Lýðræðið í sinni tærustu mynd?! Völdin til fólksins og annað "jaríjarí". Enginn þeirra flokka, sem nú ræða saman um stjórnarmyndun, hefur gefið neitt út um störf sín eða verkaskiptingu, ef af stjórnarsamstarfi verður. Frumhlaup Pírata, óábyrgar yfirlýsingar og annað blaður, fyrir og eftir kosningar, er skilgreint í læknisfræðinni sem fullsnemmt og á stundum vandræðlega snöggt sáðlát, en sjáum hvað setur. Rekkjunautarnir munu a.m.k. ekki njóta bólfaranna, svo mikið er víst.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Þyrftu að segja af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.