20.11.2016 | 03:31
"Stóri fundurinn"?
Lækjarbrekkufundurinn, fyrir kosningar, var líka "stór". Út úr honum kom ekki nokkur skapaður hlutur, annað en bla, bla, bla. Viðreisn vill ganga í esb, píratar vilja bara eitthvað, til að mótmæla og hakka sig inn í netheima, stúta Stjórnarskránni og höfundarrétti, afþvíbara. Björt Framtíð er orðin taglhnýtingur Viðreisnar, í uppþvottahönskum. VG leiðir umræðuna, nú um stundir. VG klauf sjálft sig í herðar niður, með undirlægju, fyrir ráðherrastóla, í þarsíðustu ríkisstjórn. Ætlar Katrín að fara aftur gegn yfirlýstri stefnu flokksins? "Það virkuðu allir mjög jákvæðir" er ekki nóg. Það hlýtur að koma sú stund að þetta rennur út í sandinn. Hvað við tekur, kemur í ljós. Fimm flokka ríkisstjórn, með svo gisið og óútreiknanlegt bakland gengur einfaldlega ekki upp. Verst er að horfa uppá stjórnmálamenn, sem telja ábyrga ríkisstjórnun snúast um vinsældir síns sjálfs. Á meðan liggur Þistilfjarðarkúvendingurinn í leyni, ásamt kjölturakka sínum og segir ekki orð. Ekki eitt einasta orð, í hartnær þrjá mánuði! Gersamlega horfinn af yfirborði jarðar, ásamt skósveini sínum. Fjölmiðlar að standa sig? Trauðla.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Það virkuðu allir mjög jákvæðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.