28.10.2016 | 22:15
Stórgott spjall við forystumenn.
RÚV hefur ekki verið í miklu uppáhaldi hjá tuðaranum að undanförnu, en skoraði bara nokkuð vel í kvöld. Þáttarstjórnendur ákveðnir og spurningar hnitmiðaðar og beint jafnt að forystumönnum og konum allra flokka. Tuðarinn kýs að sjálfsögðu rétt, eins og allir landsmenn. Allir þátttakendur í kvöld voru sigurvegarar, sökum þess að þeir komu fram fyrir hugsjónir sínar. Þáttarstjórnunin til fyrirmyndar, sem trauðla hefur verið hægt að segja lengi. Til hamingju RÚV, með eitt besta "kvöldið fyrir kosningar" þátt í áraraðir.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Fjallið tók jóðsótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þátturinn sem á eftir kom var hinsvegar alger tímaskekkja. Gísli Skrækur og pælingar um kosningaþáttinn? "Kommon"! Reyndar stóðu þátttakendur sig vel, en svona live"stream" þáttur á eftir eldfimu efni er áhætta. Áhætta sem ríkisfjölmiðill á ekki undir nokkrum kringumstæðum að raka.
Halldór Egill Guðnason, 28.10.2016 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.