25.10.2016 | 23:13
Mennt er ekki máttur, samkvæmt Pírötum.
Hvað í ósköpunum er þessi unga þingkona eiginlega að tala um? Eiga veðurfræðingar að hætta að tala um veðrið, stjórnmálafræðingar um pólitík, verkfræðingar að byggja hús á sandi, sökum þess að allir sem mennta sig verði að hverfa af braut "trúarlegra hugmynda sinna" um rétta útkomu, eða annað menntað fólk yfir höfuð að ræða það sem það hefur menntað sig til? Undarlegur málflutningur, svo ekki sé meira sagt. Samkvæmt þessu gefa Píratar skít í menntun, sem ekki hentar þeirra sjónarmiðum. Hreinlega sorglegt, ef rétt er eftir haft. Alger anarkismi og boðberi stjórnleysis. Mennt er máttur. Píratar gefa sig út fyrir að vera boðberar þess boðskapar. Hræsni þeirra hefur náð nýjum hæðum. Megi allar góðar vættir, lærðar sem leikar, forða þjóðinni frá framgangi þeirra á löggjafarsamkundunni okkar, hinu háa Alþingi.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Segir hagfræðingum að stunda alvöru stærðfræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Facebook
Athugasemdir
Lélegur strámaður er lélegur Halldór.
Gísli Friðrik, 26.10.2016 kl. 00:03
Lélegur gísl, er Gísli. Skil hvorki upp né neðar í ummælum þínum Gísli Friðrik, en eigðu góða nótt, hér eftir sem hingað til.
Halldór Egill Guðnason, 26.10.2016 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.