Mikil er listin og virðing fyrir konum hjá VG.

 Ragnar er mikill listamaður og vel þekktur. Ég er samt svo gamall og leiðinlega sinnaður, að sjá ekki tilganginn með kafloðinni naktri konu, með hross eða asnahaus, klína rauðri málningu á vegg, rymjandi eins og bjálfa, í samhengi myndbandsins. Konan ein og sér og gerningurinn ágætur, sem slíkur, en jakkafataklæddur Ragnar algert stílbrot. Var ekki verið að halda kvennafrídaginn hátíðlegan, eða er ég einnig farinn að rugla saman dagatalinu? Kæmi mér ekki á óvart, eins leiðinlegur og skilningssljór ég er á svona pólitíska kynningu, þessa helsta talsflokks jafnréttis kynjanna, að þeirra eigin sögn. Listin er góðra gjalda verð, en hversu langt vilja frambjóðendur og meðframbjóðendur þeirra ganga, til að koma boðskapnum á framfæri?. Velti fyrir mér hvort asna eða hrosshausinn var fenginn úr Þistilfirði, eða einungis hugarfóstur níunda sætisins, til að ná frama á stjórnmálasviðinu. Ragnar hefur jú blómstrað sem aldrei fyrr, hin síðustu rúm þrjú ár, svo varla hefur honum verið lagður steinn í götu af núverandi stjórnvöldum, frekar en öðrum listamönnum þessa lands. Ef þetta myndband er ekki kvenfyrirlitning af alverstu gerð, þá veit gamall og brátt úr sér genginn tuðari ekki neitt. Allt er komið á hvolf.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Myndband VG fjarlægt vegna nektar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Ég sá bara þessa stillimynd og það var nóg fyrir mig, ég veit ég er orðin mjög mikill föddídöddí en samt, hef aldrei þolað svokallaða list sem byggist bara á fáránleika og einhverju ógeði. Það mætti halda að femínistar (ekki allir, en margir) hefðu búið til þetta myndband því það er svo klámfengið (miðað við þessa einu mynd haha). En jú, þetta er argasta kvenfyrirlitning og langt fyrir neðan virðingu VG að auglýsa sig svona.

halkatla, 25.10.2016 kl. 08:12

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ditto

Halldór Egill Guðnason, 26.10.2016 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband