21.10.2016 | 23:39
Kvóta eða ekki kvóta.
Það er enginn munur á að gera út trillu eða togara, annar en stærðir. Hvort heldur gert er út, þarf leyfi til að veiða fisk. Sá sem ætlar sér, eða vill, veiða fisk þarf að geta fjárfest í samræmi við það sem hann má veiða. Ef magnið sem veiða má er á huldu, er ekki hægt að gera áætlanir um reksturinn og enn síður fjárfesta í nauðsynlegum búnaði. Uppboð á aflaheimildum er einhver fáránlegasta tillaga sem hægt er að hugsa sér. Þeir sem setja fram þvílíka dellu vil ég meina að hafi ekki hundsvit á rekstri, en kjósi að setja þetta fram til að slá ryki í augu almennings, rétt fyrir kosningar. Þetta hljómar jú déskoti vel og gæti landað atkvæðum. Fyrirtæki sem eiga skip geta ekki haldið sínu striki sökum óvissu og þeir sem vilja hefja rekstur geta það ekki heldur. Einungis bjálfar, eða sósíalistar fjárfesta undir svona kringumstæðum. Þetta er algerlega galin hugmynd og hver sá sem heldur því fram að þetta sé sú leið sem fara skal, er annaðhvort pírati, viðreisnarseggur, VG lygari eða samfylkingartengdur. Það fjárfestir enginn í tækjum og tólum, sem hugsanlega er hægt að nota, eða hafa arð af. Þetta skilja sósíalistar ekki, enda algerlega úr takt við allt sem heitir almenn skynsemi eða augljós rekstrarskilyrði. Þess vegna eru þeir sósíalistar. Skilja ekki einu sinn hagfræði 101.
Populistar og lýðskrumarar af verstu gerð, sem sötra latteið undir víkilíksballöðu.
Kerfið sem við búum við í dag er hinsvegar ekki gallalaust. Þar má margt betur fara. Að slá um sig með uppboðsleiðinni, án nokkurra útskýringa um hvernig, er steypa.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Kerfið er gallað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.10.2016 kl. 00:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.