19.10.2016 | 01:21
Er Viðreisn fýlupúkaflokkur?
Upphaflegur tilgangur með stofnun stjórnmálaflokksins Viðreisnar, var að fylgja fast eftir aðeins einu máli.: Að koma Íslandi inn í ESB. Afsala til þess að gera nýfengnu sjálfstæði okkar um ákvörðunarrétt eigin málefna og fela hann blýantsnögurum í Brussel. Hansakaupmönnum nútímans. Ósveigjanlegum kerfisbullum og leiðindapúkum, sem sjá þann tilgang helstan með tilvist sinni að gera einfalda hluti flókna. Helst svo flókna að enginn skilji, nema þeir sem við kjötkatlana sitja og fá laun sín og fríðindi greidd úr vösum fórnarlamba sinna. Væri ESB hérlent fyrirtæki, væri búið að hneppa stjórnendur þess í fangelsi fyrir löngu síðan, sökum óreiðu, spillingar, mútugreiðslna, skattsvika, undanskota og því að hafa ekki endurskoðað bókhaldið síðan á síðustu öld og hvað þá síður skilað skattframtali. Þetta er draumur Benedikts Jóhannessonar, fýlupúka af Engeyjarætt, uppalinn með silfurkeið í munni, sem greinilega tók í. Að honum sópast nú aðrir fýlupúkar úr röðum Sjálfstæðisflokksins, auk ýmissa annara, sem fengu ekki sínu framgengt á öðrum stöðum í þjóðfélaginu. Urðu undir af einhverjum ástæðum, í hópstarfi, eða rákust af einhverjum ástæðum illa innan um annað fólk. Frekjudollur var þetta fólk kallað í eina tíð. Benedikt þessi lætur hafa eftir sér í þessu viðtali að kjósendur séu búnir að fella núverandi ríkisstjórn. Heimskulegri ummæli hafa trauðla fallið í kosningahildarleiknum, sem nú er hafinn með tilheyrandi bulli og þvælu þeirra sem vilja á þing. Þar til annað heimskulegra kemur fram, á Benedikt þessi landsmet í bjálfalegu tilsvari og útskýringu á tilgangi framboðs síns og meðreiðarknapa. Orðin tækifærissinni og populisti hafa fengið andlitslyftingu og nú hægt að steypa þeim í eitt.: ViðreisnarBenni.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Blása ekki lífi í fallna stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:02 | Facebook
Athugasemdir
Fersk sýn á ástandið, kryfjandi grein og djörf.
Jón Valur Jensson, 19.10.2016 kl. 08:46
Fersk sýn og djörfung kemst ekki langt, þessa dagana, því miður, Jón Valur. Þakka innlitið.
Halldór Egill Guðnason, 20.10.2016 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.