Prófkjörafarsi Pírata og VG.

Píratar mælast annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins um þessar mundir og hafa haft mikið fylgi, samkvæmt flestum skoðanakönnunum, í langan tíma. Nú ber hinsvegar svo við að ekki er hægt að smala saman sextán hræðum til þáttöku á framboðslista í Norðvesturkjördæmi. Ef til vill ekki að undra, þar sem drottningu flokksins hugnaðist ekki niðurstaða fyrra prófkjörsins og lét ógilda það. Sá sem lenti í efsta sæti í því prófkjöri, tekur skiljanlega ekki þátt í þessu næsta og jafnvel skipper Pírata í kjördæminu ætlar heldur ekki að taka þátt. Hvar ætli allt þetta fylgi, sem Píratar mælast með, sé niðurkomið, ef ekki næst einu sinni að manna fámennan framboðslista í heilu kjördæmi?

 Annað stjórnmálaafl, Vinstri Grænir, hélt einnig nýverið sitt prófkjör á svipuðum slóðum. Þar á bæ var það kjör fellt úr gildi, af forkólfum flokksins, sökum "formgalla" og boðað til annars í staðinn. Forystan á þeim bænum sama merki brennd og hjá Pírötum. Hugnast ekki uppstillingin og því gert ógilt og boðað til annars, eða eins margra og þarf, þar til þóknanleg niðurstaða hefur fengist fyrir forystusveitina. 

 Undarleg tík, pólitíkin. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Píratar kjósa aftur í NV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sama taktíkin og hjá ESB, kjósa aftur og aftur þar til rétt niðurstaða fæst.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.9.2016 kl. 01:24

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þó maður horfi framhjá þeirri staðreynd að "smölunin" sem átti sér stað í prófkjöri Pírata í NV-kjördæmi hafi verið lögleg samkvæmt reglum þess flokks, þegar til hennar var stofnað og því ekki ástæða til ógildingar prófkjörsins, þá stingur það vissulega í augu að flokkur sem mælist næst stæðsti flokkur landsins skuli kalla það smölun þegar frambjóðandi fær fjölskyldu og vinni, alls innanvið 20 einstaklinga, til að kjósa sig.

Er það svo að aðrir frambjóðendur þessa flokks geti ekki einu sinni stólað á atkvæði frá nánustu fjölskyldu og vinum?

Gunnar Heiðarsson, 4.9.2016 kl. 08:52

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Halldór. Þú virðist hafa misskilið ákveðið grundvallaratriði.

Það er ekki forysta Pírata sem tekur ákvarðanir eins og þær sem hér um ræðir, því hún er ekki til. Slíkar ákvarðanir eru teknar af öllum skráðum félagsmönnum sameiginlega í lýðræðislegri kosningu sem fer fram samkvæmt reglum félagsins en ekki neinum geðþótta einstakra aðila.

Svo má hafa hvaða skoðun sem er á því. Þér má alveg finnast þetta vera arfavitlausar reglur ef því er að skipta. Á sama tíma er það hinsvegar eðlileg krafa að þú byggir fullyrðingar þínar á réttum staðreyndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2016 kl. 16:51

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Biðst velvirðingar á staðreyndaflumbrugangi mínum, Guðmundur. Það samþykktu semsagt allir píratar á Íslandi, í lýðræðislegri kosningu, að kosið skyldi aftur í kjördæminu? Kjördæmi þar sem fylgið er ekki meira en það, að trauðla gengur að fylla á framboðslistann. Kommon.....

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.9.2016 kl. 18:11

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú ert ennþá að misskilja. Það var ekki um það að ræða að Píratar á öllu landinu hafi kosið um hvort kjósa skyldi aftur í NV kjördæmi. Heldur kveða reglurnar á um að þegar búið er að raða upp lista samkvæmt niðurstöðu prófkjörs, þá skuli halda staðfestingarkosningu um þann lista þannig raðaðan. Eðli málsins samkvæmt getur niðurstaða staðfestingarkosningar annað hvort verið staðfesting, eða ekki eins og var raunin í þessu tilfelli, og þá þarf, eðli máls samkvæmt að kjósa aftur til að fá fram nýja röðun og leggja hana svo aftur í kosningu til staðfestingar eða eftir atvikum synjunar. Einnig er það í reglum Pírata að ef einstaklingur afþakkar það sæti sem hann fær í prófkjöri, þá þarf að endurtelja atkvæðin til að raða aftur þeim sem á eftir komu. Markmiðið með þessu öllu er að á endanum komi út röðun sem flestum hugnast. Þetta kann að virðast skrítið fyrir þeim sem ekki þekkja til. Það er hinsvegar algjör misskilningur að um sé að ræða geðþótta eða óeðlileg afskipti einhverra nafngreindra aðila af ákvarðanatökunni, heldur fer ákvarðanatakan einfaldlega svona fram í fullu samræmi við þær reglur sem flokksmenn hafa komið sér saman um að skuli gilda um framkvæmd prófkjörsins, mð því markmiði að útkoman verði sem best og ákveðin á lýðræðislegan hátt þar sem engum er mismunað.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan, en ég er einmitt búsettur í Reykjavík og kem því ekki nálægt ákvarðanatöku Pírata í NV kjördæmi.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2016 kl. 19:37

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka útskýringarnar, Guðmundur. Eftir situr fáfróður tuðari og er sennilega enn ruglaðri en áður á því, hve hægt er að flækja málin mikið. Það þarf semsagt að halda annað prófkjör um prófkjörið og samkvæmt úrsltum þess prófkjörs er ákveðið hvort fyrra prófkjörið skuli standa eður ei. Ef ekki, þarf að halda tvö prófkjör í viðbót o.s.frv, o.s.frv, o.s.frv...... Ef Piratar komast til einhverra valda á Alþingi, vona ég að svona hátt flækjustig verði þeim ekki fjötur um fót, í þeirra málflutningi og tillögugerðum.

 Góðar stundir, með kveðju enn lengra sunnan að.

Halldór Egill Guðnason, 5.9.2016 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband