Kóngulær.

Mikið er tuðarinn sammála skordýrafræðingnum, um köngulær. Hvað gæti hugsanlega verið dásamlegra en sjá eina renna sér niður af þakskegginu, aðeins örfáa sentimetra frá manni, eða jafnvel á mann, þar sem legið er í algerri slökun á pallinum? Fylgjast með henni spinna vef sinn, upp og niður, út og suður og skapa eitthvert fallegasta prjónaverk náttúrunnar, köngulóarvefinn. Köngulær eru þjóðþrifa skepnur og undursamlega hannaðar. Ef aðeins verkfræðilegi hlutinn er skoðaður, í uppbyggingu einnar köngulóar, kemur svo margt ótrúlegt í ljós, að það tæki of langan tíma að telja upp. Einungis þráðurinn sem köngulóun spinnur er þvílíkt snilldarverk, að enginn ætti að hafa rétt á því að slíta hann, eða deyða framleiðandann. "Óþægindi"nútímamannsins eru aumt yfirklór. Tuðarinn ætti ekki annað eftir en að ráðast á spunameistarann.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Köngulær eru aldrei plága“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband