13.7.2016 | 02:43
Matvælastofnun og gæludýr.
Hvers vegna í veröldinni er Matvælastofnun, já Matvælastofnun, ætlað að sjá til þess að meðferð gæludýra sé með lögbundnum hætti? Matvælastofnun? Hvað næst, í þessu kexruglaða embættismannakerfi, sem hægt og örugglega er éta innviði samfélagsins inn að beini, með aðgerðarleysi sínu, skrifræði og óskilvirkni. Endalausir blýantsnagarar, sem haga sér sem smákóngar, til að telja samfélaginu trú um að þeir séu ómissandi, tröllríða kerfinu. Getuleysi, aðgerðarleysi og doði, er það sem blasir við í þessu máli. Greinilega fársjúkur einstaklingur, sem ef til vill óafvitandi þrífst á dýraníði, virðist geta gert það sem honum eða henni sýnist, án þess að til þess skipaðir eftirlitsaðilar geri nokkurn skapaðan hlut. Úrræðaleysi yfirvalda algert og embættismenn ekki starfi sínu vaxnir, eða nenna ekki að sinna skyldum sínum. Eitthvað mikið er að, en þar sem kerfið er orðið sjálfala og nánast ríki í ríki sínu, mun svona málum aðeins fjölga. Þökk sé blýantsnögurunum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Áður uppvís að dýrasöfnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.