12.5.2016 | 01:01
Glæsilega að orði komist.
Skúli og Ingvar eiga heiður skilinn, fyrir að orða þetta nákvæmlega eins og þetta er og var. Hafi þeir þökk og heiður fyrir. Kominn tími til að stinga út flórinn, þó sumum svíði. Ádrepa þeirra á stjórnvöld á einnig fullkominn rétt a sér. Það getur varla talist eðlilegt, að þessir aflandsgjörningar, sem blasað hafa við, árum saman, skuli liggja hjá garði eins og einhverskonar hismi, sem þurrka megi burt seinna meir, þegar enginn sér eða nennir að fetta fingur út í. Blekkingarvefur "snillinganna" sem nú ganga jafnvel með ökklabönd Fangelsismálastofnunar í hagsmunagæslu sinni, yfir erlendum fjárfestingum dagsins í dag, verður vonandi tættur í sundur á næstunni og þeir látnir ganga plankann. Í dag eru þessum kónum verðlaunuð undanskotin, með bónusgreiðslum frá Seðlabanka Íslands, ef þeim allranáðugsamlegast sýnist svo, að koma undanskotunum aftur inn í íslenskt hagkerfi og gleypa þar allt, bæði naglfast og laust. Aumur launþegi sem vill skipta dollar í krónur fær hundrað og tuttugu kall fyrir, en ef aflandsreikningseigandi samskonar dollars skiptir honum í Seðlabanka Íslands, fær hann 20% meira! Þeir sem stóðu af sér efnahagsstorminn og héldu sjó, til dagsins í dag, líða nú fyrir afsláttarfjármagnið sem vellur inn í hagkerfið ásamt einni komma sjö milljón skítandi og mýgandi túristum, sem hvergi finna salerni. Allt í boði Seðlabanka Íslands og stjórnvalda.
Nú er vor í lofti og á árum áður gerðu Íslendingar hreint fyrir sínum dyrum á þessum árstíma. Í ár er flórinn kominn upp að útidyrahurð og þörf allra krafta, að taka saman höndum í hreingerningunni. Hreinsiefnið sem þarf, er hugsandi fólk, sem lætur ekki drulla yfir sig, nema í besta falli....einu sinni.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Harðorður um aflandsbælin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir hvert orð Tuðari sæll.
Kveðja suðureftir.
Marta B Helgadóttir, 12.5.2016 kl. 11:09
Þakka innlitið, Marta.
Halldór Egill Guðnason, 15.5.2016 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.