21.10.2015 | 21:15
Hver borgar?
Ekki skil ég hvernig madur kom fjórum börnum á legg, án nokkurs orlofs, annars en thess, sem ég ávann mér sjálfur ásamt eiginkonunni. Hefur einhver úr rödum eydslufylkingarinnar lagt fram sambaerilegt frumvarp til handa öldrudum og öryrkjum? Vaeri ekki naer ad rétta theirra hlut, frekar en fullhrausts fólks, sem getur vel unnid sína vinnu áfram, ásamt thví ad ala önn fyrir ungvidi sínu. Hver borgar svo brúsann? Jú "Ríkid", en skelfing virdist mörgum fyrirmunad ad átta sig á thví hvad thetta "Ríki" er. Man ekki betur en Sigrídur Ingibjörg hafi eitt sinn komid fram á rúv og haldid fram ad faedingarorlofssjósruglid hefdi thá thegar kostad allt of mikid. Hún var reyndar tilheyrandi ödrum stjórnarflokknum á theim tíma, svo vidsnúningurinn er svosem skiljanlegur og vidbúinn. Málefnathurrd og populismi og ekkert annad. Ekki ord um thad meir.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
(Afsakid stafaruglid, en takkabordid er ekki fyrir hid ástkaera ilhýra)
Vilja lengja fæðingarorlofið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála. Það er komin reynsla á þessi dýru sumarfrí sem ríkið splæsti á unga foreldra um tíma þar til þak var sett á greiðslurnar. Sumir segja að þakið hafi orðið til fljótt og örugglega þegar Bjarni Ármannsson sprengdi skalann, enda prósentuhlutfall af tekjum. :)
Hins vegar hefur engin reynsla fengist á það að bæta hag aldraðra, of stór áhætta líklega, til að nokkur flokkur hafi hingað til þorað að láta á það reyna.
Með góðum kveðjum úr kólnandi haustinu í norðri.
Marta B Helgadóttir, 21.10.2015 kl. 21:51
Hver borgar, er spurningin. Er það ekki sama hvað það er hvort það er Ríkið eða atvinnufyrirtækið, svarið er alltaf það sama, skattgreiðendur.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 21.10.2015 kl. 23:38
Takk fyrir innlitið Marta. Já, er ekki að verða komið nóg af þessari vitleysu og kominn tíma til huga að lítilmagnanum í þjóðfélaginu?
Bestu kveðjur úr suðurhöfum, þar sem vorið fer vonandi að koma.
Halldór Egill Guðnason, 21.10.2015 kl. 23:42
Jú Jóhann, það er hárrétt hjá þér. Þetta virðast sumir hreinlega ekki skilja og vilja endalaust auka álögur á skattgreiðendur, með svona dellu.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 21.10.2015 kl. 23:45
Takk fyrir margt ágæt Halldór Egill, þverhaus til ágætis. Samkvæmt megin upplýsingum þá hljóta miklar hörmungar nú að ganga yfir.
Við Helga mín eigum fjögur sem nú styðja við okkur og ég veit ekki til að þau fái nokkuð fyrir það frekar en við Helga fyrir okkar kæruleysislegu ánægju stundir við að smíða þau.
hveðja af Snæfellsnesi.
Hrólfur Þ Hraundal, 22.10.2015 kl. 00:38
Snæfellsnesi, ég átti heima á Hellissandi frá 7 til 15 ára aldurs. Mér leiddist þar alltaf, en mjög fallegt þar.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 22.10.2015 kl. 01:24
Þakka hólið, Hrólfur. Það er baraata ekki hægt annað en að röfla aðeins og tuða, annað veifið. Sérstaklega um svona mál, sem eru komin algerlega út í skurð. Það er gott að eiga góð börn og reyna að sinna þeim eins vel og hægt er. Þau líta þá ef til vill eftir manni í ellinni. Ástandið í velferðarmálum er orðið svo slæmt, að formaður velferðarnefndar Reykjavíkurborgar kallar þetta aumingjavæðingu og er flúin til Palestínu, svo rosalegt er þetta orðið.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 22.10.2015 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.