13.5.2007 | 06:28
Bleikir kjörseðlar og "fyrirfram fréttir".
Er ekkert annað en hundfúll með litinn á kjörseðlunum.
Hvað hefðu Vinstri Grænir og co sagt ef seðlarnir hefðu verið bláir?! Allt orðið vitalaust, alveg pottþétt. Undarlegur litur á seðlunum og undra mig yfir því hvers vegna ekki var hægt að hafa seðilinn hvítann?.
Lít á þetta sem argasta áróður og gaf það hressilega til kynna á kjörstað.
Hvort sem Fréttablaðið hefur drullað upp á bak eður ei með fávitalegri prentun, langt á undan raunverulegum úrslitum, kemur í ljós með morgninum, lesendum blaðsins vonandi til einhvers heilahristings. Það er jú hægt að fá miða sem frábyðja manni að þurfa að taka á móti fréttum sem ekki hafa enn gerst. Hver andsk..... er að ykkur að gefa út þennan snepil með þessum hætti?Á ég og ótaldir aðrir bara að kyngja þessu eins og hverjum öðrum Bónusbæklingi? Hei hó, lifi í þeirri von að enn sé eitthvað á milli eyrna minna.
Set sennilega upp brennara á útihurðina og les bara Moggannn á netinu hér eftir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Facebook
Athugasemdir
Hm, ég var ekki mikið að spá í litinn á kjörseðlinum. Voðalega hlýtur þú að álíta fólk veikt ef að bleikur kjörseðill á geta haft áhrif á ákvörðunartöku þess.
Ómar Kjartan Yasin, 13.5.2007 kl. 15:53
Bleikur er auðvitað bara yndislegur litur. Talin vekja upp barnslega gleði. Fær okkur til að fyrirgefa og stuðlar að auknum kærleika. Bleiki liturinn er þar af leiðandi ástæðan fyrir því að ríkisstjórn hélt velli á minnihluta, þar sem stór hópur kjósenda gaf henni syndaraflausn en to tre í kjörklefanum. Þarf ekki meira til en smá bleikur.. meira að segja ég fann hendina mína titra með blýantinn í átt að D en tókst svo að grípa með þeirri vinstri í þá hægri og kjósa rétt. Svo þú getur alveg andað rólega minn kæri. Bleiki liturinn var sérvalinn fyrir ykkur..
En hvernig er þetta.. þú sagðir einu sinni áður en þú fórst til Márs í Tanpínu að þú værir búinn að kjósa utankjörs.. kaustu svo aftur á laugardaginn? Semsagt tvisvar?
Björg F (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 21:57
Kæri Halldór ég er hjartanlega sammála þér um það að kjörseðillinn á náttúrulega alltaf að vera hvítur. En því í ósköpunum ert þú að skammast út í Vinstri græn með þetta, þú kemur nú pínu upp um þig með þessu minn kæri.
Með bestu kveðju frá pabba Óla.
P.s. Hún Erla þín er bara flott og góð.
Karl Tómasson, 13.5.2007 kl. 22:58
Bleikur er fallegur litur. Kjörseðlar eiga að vera hvítir. Kaus bara einu sinni Björg mín, en var að garfast á kjörstað við ýmislegt smálegt. Sló þessari færslu inn undir morgun og orðin bleikeygður og kannski dulítið "grumpy".Þvílík kosninganótt! Var nú eiginlega ekkert skammast mikið út í VG Karl minn. Er þeirrar náttúru að þurfa bara að tuða um eitthvað svona annað veifið og datt í hug að agnúast út í litinn á kjörseðlinum í þetta skiptið og ekki fréttir Fréttablaðsins. Er ekki kallaður tuðarinn fyrir ekki neitt.
Halldór Egill Guðnason, 14.5.2007 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.