13.10.2015 | 16:14
Frétt eða fréttatilkynning?
Það er lágmarkskrafa til "blaðamanna" á öllum fjölmiðlum, að þeir geri greinarmun á fréttum, fréttatilkynningum og auglýsingum. Þessi "frétt" er t.a.m. ekki frétt, heldur fréttatilkynning, sem tekið er við úr hendi "fjármálasnillinga" og skellt á mbl.is án nokkurrar umhugsunar. Þetta ber vott um algeran roluhátt, leti og slæma blaðamennsku. Nokkuð sem hjálpaði heilmikið til með að hér fór allt til fjandans 2008. Er ekki kominn tími til gagnrýninnar fréttamennsku, eða nenna fréttamenn yfir höfuð ekki að standa í slíku, þegar svo auðvelt er að fá afhentar fréttatilkynningar?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Kvika selur stóran hlut í Íslenskum verðbréfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.