13.10.2015 | 16:03
"Eftiráspeki" og gagnrýni.
Er ekki öll gagnrýni eftiráspeki? Það er trauðla hægt að gagnrýna eitthvað fyrirfram, eða hvað? Sjálfsagt hægt ef allt liggur ljóst fyrir, en íþessu söluferli var ekki svo. Vonandi lætur almenningur ekki glepjast af svona "útboðsdellu" þar sem elítan fær að kaupa fyrst, undir áætluðu gengi, en mylsnan er síðan seld á hærra verði til almennings. Þó hlutirnir séu "óseljanlegir" í einhvern tíma, vita allir að þetta tekur að ganga kaupum og sölum um allan bæ, upp á væntanlegan gróða. 2007 virðist tútna út á ný og flestum finnst það baraata í lagi. Við erum ekki lengur hnýpin þjóð í vanda. Við erum galin þjóð með fármálamarkaðsfjanda!
Göðar stundir, með kveðju að sunnan.
Segir gagnrýni vera eftiráspeki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.