Ekki búið að redda fjármagni?

 Er það frétt að einherjir draumhugar hafi uppi mikil áform, en eigi ekki nægan pening fyrir draumum sínum, enn sem komið er? S8? Hljómar þetta ekki kunnuglega ? Hvað ætli félögin frá S1 til S7 eigi mikið í S8, sem á siðan félögin S9 til S129? Blaða og fréttamenn, ásamt fjölmiðlunum sem þeir starfa hjá, eru ekki lengur trúverðugir. Svona þvæla endar með stórri efnahagslegri bombu! Ætla fjölmiðlar að drulla upp í sig á nyjan leik, eða fara að vinna vinnuna sína? Ég lýsi hér með allsherjar frati í fjölmiðla. "Copy paste" og "Google translate" er ekkifréttamennska.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Byggja stærsta hótel landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvernig var það, átti ekki að byggja íbúðir á Valsreitnum? Átti ekki að hjálpa fólkinu á götunni um húsnæði þarna? Að vísu var verð þeirra kannski í hærri kantinum, svona nærri eitt hundrað milljónum á íbúð.

Kannski að markaðurinn hafi ekki verið nægur fyrir þær íbúðir, nú eða gróðinn ekki nægur fyrir öll ESSin. Því sé stefnan sett á hótelbyggingu. Það er víst svo svakalegur gróði af hótelum í dag, sérstaklega ef þau eru í Reykjavík. Allir túristarnir sem hingað til lands koma, koma auðvitað til að berja þessa stórskrítnu borg augum. Það er óvíða í heiminum hægt að heimsækja borg sem vill ekki undir neinum kringumstæðum hafa flugvöll til umráða, borg sem vill staðsetja háskólasjúkrahús þar sem nánast útilokað er að komast að því, borg sem gerir sér leik að því að mála götur í öllum regnboganslitum og borg sem hellst vill einungis hafa hótel í miðborginni.

Það er því kannski von að ESSin vilji frekar byggja hótel fyrir alla þessa túrista, frekar en einhverjar íbúðarholur sem einungis fæst eitt hundrað milljónir fyrir. Það er náttúrulega engin alvöru gróði af slíkum holum, hann liggur í öllum hótelunum.

Svo segja bankarnir.

Gunnar Heiðarsson, 30.9.2015 kl. 02:48

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já, það er slegið í og úr hjá þessum meirihluta Gunnar. Annað eins rugl hefur aldrei viðgengist við stjórnun höfuðborgarinnar. Mikið er maður nú heppinn að búa innan borgarmarkanna.

Halldór Egill Guðnason, 30.9.2015 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband