9.4.2007 | 06:54
Máritaníublogg?
Á leiðinni til Máritaníu og þar með kominn í bloggfrí um óákveðin tíma. Ekkert hægt að blogga þar að minnsta kosti og flugmiðinn bara "one way". Mætti halda að maður væri að fýja skattinn eða ógreidd meðlög, en svo er þó alls ekki í pottinn búið. Skuldastaðan í nokkuð góðu "meðallagi" á landsvísu og nánast ekkert í vanskilum.Vinna, vinna og meiri vinna, er tilgangur ferðarinnar. Óska öllum bloggvinum gleðilegs vors og vonast til að vera kominn aftur áður en sumar gengur í garð. Vona að allir kjósi "rétt" og að áfram verði ísland landa best að búa í. Lifið heil.
(Sé að teljarinn fyrir heimsóknir er alveg að detta í 3000 hjá mér!. Hver hefði trúað þessu?)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.