13.4.2015 | 22:42
Sósíalismi Andskotans.
Latteliðið sem nú fer með völd í höfuðborginni kom þessum reglum á, um gjafir til skólabarna, til að koma í veg fyrir að Gideonfélagar gætu gefið börnum Nýja Testamentið. Fíflagangur þessa fólks virðist engan enda ætla að taka og eru nýhafnar framkvæmdir á Valsreitnum, auk aragrúa fáránlegra ákvarðana og heimskulegra framkvæmda um alla borg, þess glöggt vitni. Bjálfahátturinn alger og ekki nokkur leið að eiga í rökræðum við þessi skoffín um nokkurn hlut lengur. Þetta lið svífur um á rósrauðu skýi, úr öllum takti eða tengslum við borgarana og böðlast áfram eins og naut í flagi, heltekið af einhverskonar reiðhjóla og göngustíganostalgíu.
Fruss á þetta lið allt saman.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Hjálmarnir gefnir utan skólatíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.