Pólitískt uppgjör fyrir langferð.(Langloka)

Fer á mánudagsmorgun til Máritaníu. Eitt ömurlegasta ríki heim að sækja, sem hægt er að hugsa sér og ekki síður að upplifa. Eymd, vonleysi, fátækt, spilling, mannvonska, hroki, skítur, óþverri og vesældómur á hverju horni og varla hægt að ætlast til þess að meðalJón á Íslandi geti gert sér í hugarlund aðstæður í þessu Guðs volaða landi, nema hafa verið þar.  Ekki það að ferðin leggist illa í mig sem slík, heldur er það sú staðreynd að ég verð ekki á landinu þegar KOSIÐ verður til Alþingis, sem er afar slæmt, þar sem ég hefði alveg verið til í að taka frekari þátt í umræðunni fyrir kosningarnar.(Hvort sem einhver nennti að hlusta eður ei.) Hefði að minnsta kosti látið í mér heyra, meira, en tök verða á.

Íslendingar láta ólíklegustu málefni angra sig. Flúor(innan áhættumarka) frá álverum, breytt deiliskipulag, land sem drukknar, stóriðja og annað "smálegt" valda slíkum usla, að varla er farandi út á götu, öðruvísi en að hafa skoðun á einhverju ofantöldu. Íslendingar eiga sér þó eina sérstöðu og hún er sú að þurfa í langflestum tilfellum ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki eitthvað að "ETA".  Reyndar eins og marka má af þeim tíma sem við notum til að "Blogga" til dæmis, mætti ætla að við hefðum sennilega OF mikinn tíma í ekki neitt, svo eitthvað sé nefnt. Það eru milljónir manna sem ekki hafa þennan tíma til að "spá" í hlutina og karpast á hverjum degi um það hvort þetta eða hitt sé rétt eða rangt, því sú einfalda þörf, að fá að borða, þann daginn, er framar öllu vafstri og "spekúlasjónum".

Með þetta og annað að leiðarljósi held ég á vit ævintýranna og vonast til  þess, að er ég snúi til  baka verði allt eins og það var, þegar ég fór. Í því felst það að ég vilji að það verði svipuð eða sambærileg ríkisstjórn við völd, gengi krónunnar sé það sama og þegar ég fór, stöðugleiki verði enn við lýði og ekki sé komið fólk í stjórn sem sér "yfir" sig ef einhverjum gengur vel og þénar vel og telur ástæðu til að skattleggja það sérstaklega. Ef sú gerð af ríkissstjórn tekur völdin eftir heimkomuna sem ekkert getur séð heppnast og skila arði án sérstakrar skattleggingar, fer ég sennilega bara aftur til Máritaníu! Ef við getum ekki séð það sem okkur hefur rekið fram á veginn undanfarin ár, burt séð frá einstaka misvelheppnuðum málum sem enn er tími til að breyta, ættum við öll að gefa gaum að löndum eins og Máritaníu og hreinlega bara skammast okkar að vera að karpa um svona tittlingaskít.

Kjósum það sem ER. Þeir sem boða að allt verði betra með þeim er bara, ekkert . Þeirra tími kemur seinna. Hann er alls ekki núna.

Kýs "það sem er" til að vera viss um að koma til baka í landið sem ég fór frá og vona að sem flestir geri það einnig. 

 

Eitt lítið X-D, Vonast til að verða ekki settur út af salramentinu fyrir það. Grænn. grár..... bara "Normal" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Nei nei ekkert X-D.. nú verðið þið að fara að leyfa okkur að breyta smá hérna.. það hefur enginn gott af stöðnun.. Allt er gott í hófi..

Þegar þú kemur aftur..

Vona ég að það verði færri karlrembur við stjórn á næsta kjörtímabili en því fleiri skynsamar konur...(það er mikið sem þarf að vinna upp) Svo að Ísland verði loksins fyrirmyndarríki systra-bræðra lags. Það er vitað mál að konum er treystandi til þess að skipa karlmann í stjórnunarstöðu en karlmanni er ekki treystandi til þess að skipa konu í stjórnunarstöðu enda gera þeir það næstum aldrei. Karlmenn eru valdsjúkari og þannig er það nú bara.  Þið karlarnir eruð alltaf að tala um að þið skiljið ekki konur. Gott og vel, ég tek undir það..  þess vegna verðum við bara að fá að stjórna aðeins meiru.. því að þið munuð aldrei getað skilið almennilega hvað við konurnar þurfum.. (og þá er ég aðallega að tala um íhaldsöflinn og Jón Fúla Sigurðsson Framsóknarforrystukláf) Þið hafið fengið að ráða nóg og nú er komið að því að við fáum að hafa eitthvað til málanna að leggja.. Við erum nú helmingur íbúa þessa lands og þið viljið jú hafa okkur góðar er það ekki

Óska þér svo góðrar ferðar og vona að þér aukist víðsýni og viska..

Elska samt karlmenn í tætlur og lífið væri ekki sama áns.. 

Björg F (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 02:28

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ertu ekki að grínast Björg, þegar þú segir :

"Það er vitað mál að konum er treystandi til þess að skipa karlmann í stjórnunarstöðu en karlmanni er ekki treystandi til þess að skipa konu í stjórnunarstöðu enda gera þeir það næstum aldrei. Karlmenn eru valdsjúkari og þannig er það nú bara".

Þrælgóður pistill hjá þér Halldór, og góða ferð. En er ekki netsamband í Márítaníu? Við hérna heima sem erum að drukkna í "lúxusvandamálunum" hefðum gott af LIVE Coverage frá ástandi mála þarna

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2007 kl. 14:18

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gunnar.: Ef ég kemst á netið verða gerð skil á ferðinni, en efast um að það muni verða. Ekki hægt að lýsa með orðum þessu landi, sem ég kýs að kalla land ömuleikans. Vil að gefnu tilefni taka fram að ég tel mig ekki valdasjúkan og treysti konum til jafns við karla til stjórnunarstarfa.

Halldór Egill Guðnason, 6.4.2007 kl. 23:23

4 identicon

Gunnar ef þú skoðar söguna þá sérðu að það sem ég var að segja er því miður ekkert grín  og ég veit samt að flestir karlmenn segjast treysta konum, en hvað svo gerist þegar þeir koma í stjórnunarstöðu er yfir minn skilning hafin.. algjörlega.

Nei ég veit Halldór að þér yrði örugglega treystandi.. þu ert jú svo mikið krútt

Björg F (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 02:11

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Halldór Egill Guðnason, 7.4.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband