3.4.2007 | 12:16
Gargandi auglýsingar Sýnar
Get ekki annað en tuðað vegna auglýsinga sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar. Maður situr í mestu makindum og fylgist með því sem fyrir augu ber á skjánum, þegar þessi innskot frá Sýn nánast jarða mann í stólnum með andsk..... öskrum, tónlist og látum. Er engin leið að auglýsa íþróttaefni öðru vísi en argandi og gargandi, hvernig er það eiginlega? Þarf endalaust að auglýsa með þeim hætti að eilíflega sé komið fram við neytendur eins og alger fífl? Maður er að sjálfsögðu óttalegt fífl að láta þetta vaða yfir sig og borga síðan fyrir það í ofanálag! Nei, kominn tími til að segja upp áskriftinni að Stöð 2. Það er mun meiri ró yfir RÚV og minna um garg og gaul sem angrar gamlan tuðara eins og mig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já ég segi það með þér, það á ekki að líðast að vera látinn borga fyrir svona meðferð!
halkatla, 4.4.2007 kl. 00:37
En kjáninn ég geri það samt! Alveg kominn með upp fyrir kok í þessu og Stöð 2 ekkert minna en "History" frá mínum bæjardyrum séð.
Halldór Egill Guðnason, 4.4.2007 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.