2.4.2007 | 21:56
Hafnafjarðarbrandari aldarinnar?
Engin stækkun takk fyrir. Niðurstaðan ljós í krafti "meirihlutans". Kemur síðan upp úr dúrnum að Alcan hefur leyfi til að stækka samt, bara ekki eins mikið! Ekki mema í 350.000. tonn! Það er hálf nöturlegt að horfa uppá aulagang, undirlægjuhátt og ákvarðanatökugetuleysi bæjarstjórnar Hafnafjarðar. Ekki einasta var upplýsingaflæðið í algeru lágmarki fyrir kosninguna, heldur var þessi staðreynd bæjarstjórninni ljós fyrir kosninguna að auki. Tæpast hægt að verða meiri amlóði í pólitík. Það þarf enginn að segja neinum neitt um það að þetta útspil um stækkun hafi ekki legið fyrir. Þótti bara ekki ástæða til að fræða sauðsvartan almúgan um það. Um að gera að hefja kosningu um málið og dreifa athyglinni annað. Láta Framtíðarlandið, Ómar Ragnarsson og fleiri aðra um að dreifa athyglinni frá staðreyndum málsins. Þetta hefur verið kristaltært frá upphafi og nú þegar eflaust er komið langt í undirbúningsferlinu, óháð niðurstöðu kosninganna, er allt klárt í stækkun í 350.000 tonn. Ætlar einhver að halda því fram að þessi möguleiki hafi ekki verið kunnur? Hafi ekki verið þekktur af málsmetandi mönnum í bæjarstjórn? Gengur bæjarstjórn Hafnarfjarðar út frá því að í bænum búi eintómir vanvitar?
Um hvern fjárann var fólk eiginlega að kjósa? Heldur bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún geti varpað af sér allri ábyrgð og sagt bæjarbúum að þetta hafi þeir kosið í nýafstöðnum kosningum, sem að mati margra ónefndra voru "stórkostlegur sigur fyrir lýðræðið". Mikið dj..... er hægt að plata fólk. Ekki bara einn og einn, heldur heilu bæjarfélögin. Sagt áður að pólitík er slæm tík, en þetta er algjör tík!
Hafði orð á því er utankjörstaðarkosning hófst, að undarlegt væri að hefja kosningu um eitthvað, þar sem vantaði öll spil upp á borðið og það er að koma á daginn að það var ekkert smáræði sem "gleymdist" að geta um. Hvað segir fólk í Hafnarfirði núna? Verður fróðlegt að fylgjast með því. Fyrir mér verður þessi brandari ekki toppaður það sem eftir lifir aldar. Hafnarfjarðarbrandari aldarinnar hefur litið dagsins ljós með metþátttöku bæjarbúa sjálfra. Þó enn lifi tæp nítíu og þrjú ár af öldinni, verður þessi skollaleikur tæplega toppaður. Til hamingju Hafnarfjörður. Svartari brandari verður vart sagður. Þetta er án nokkurs vafa brandari aldarinnar. (Mikið er gott að búa í Mosfellsbæ.)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Facebook
Athugasemdir
Athyglisvert
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.4.2007 kl. 13:28
Sæll Haukur og takk fyrir þessar upplýsingar. Undirstrikar að mínu mati hve illa var staðið að undirbúningnum og málið illa kynnt hinum almenna borgara í Hafnarfirði. Grunar að ansi margir hafi í raun ekki haft hugmynd um þetta.
Halldór Egill Guðnason, 3.4.2007 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.