27.3.2007 | 12:28
Lengi lifi nagladekkin!
Það hefur sennilega sjaldan komið eins vel í ljós og í morgun hve nagladekkin standa vel fyrir sínu. Hálkan slík að engu skipti þó bílar væru búnir grófasta mynstri sem hægt er hafa á dekkjum sínum. Allt þvers og kruss um áttaleytið úr Mosfellsbænum og niður undir Elliðaár. Ég mátti þakka fyrir að fá ekki flutningabíl með tengivagn beint í fangið, en það slapp sem betur fer, enda ég á nöglum á mínum fjallabíl og hafði ágætis vald á honum, þó vegurinn væri mjög háll. Reyndar svo fluháll. að ég man varla eftir öðru eins. Hvergi búið að salta fyrr en komið var í Ártúnsbrekkuna og bílar eins og hráviður í vegkantinum megnið af leiðinni. Banna nagladekkin vegna svifryks? O nei, ekki aldeilis. Huga frekar betur að götuþvotti eins og gert er meðal þeirra þjóða flestra, sem búa við svipaðar aðstæður og við. Lifi nagladekkin!!
Tafir og umferðaróhöpp einkenndu umferðina í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Facebook
Athugasemdir
Það eru sitthvorar skoðanirnar um nagladekkin. Hver verður að eiga það við sig hvað hann velur. En staðreyndin er sú eins og tíðarfarið hefur verið eru það örfáir dagar sem ástandið er eins og einmitt þennan dag. Og alla hina vetrardagana gera naglarnir minna en ekkert gagn (- nagladekkin hafa minna grip á auðum vegi) fyrir utan það að spæna upp malbikið svo borgin verði að verja fleiri hundruð milljónum í óþarfa malbikun á hverju ári. Þessi hundruð milljóna má spara með því að tjöruþvo dekkin - og með smá þolinmæði.
Mér finnst samt að það ætti ekki að banna nagladekk því þeir sem eru mikið á ferð um heiðar og á snjómiklum stöðum eru svo sannarlega betur settir á nöglum en án.
Virðingarfyllst Fjölnir.
, 29.3.2007 kl. 14:27
Sammála þér að mörgu leyti, en fólk verður líka að geta treyst því að brugðist sé við í tíma þegar ástand skapast eins og var þennan morgun. Er mikið á ferðinni utan boragarinnar og því kannski dálítið litaður af nagladekkjadýrkun.
Halldór Egill Guðnason, 29.3.2007 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.