Sparar neytendum 400 milljónir?

Hver er svo tómur í hausnum að halda því fram að neytendur muni ekki með einum eða öðrum hætti greiða þessar sektir, eins og þeir hafa reyndar gert mörg undanfarin ár? Að auki er fátt sem bendir til annars en að þessi kortafyrirtæki, sem starfa sem einhverskonar afleggjarar af bönkunum, muni halda uppteknum hætti. Þetta eru ekki fyrstu sektirnar sem bankarnir og þesssi kortasvínastía hafa sæst á að greiða. Samanlagt hafa þessi fyrirtæki "sæst" á að greiða hátt í þrjú þúsund milljónir í sektir á undanförnum árum! Með öðrum orðum hefur reglulega verið krukkað í þessar forarvilpur og þær ávallt samþykkt "sátt" og greitt sekt. Áfram eru sömu menn við stjórnvölinn og jafnvel bankastjóri banka þjóðarinnar, Landsbankans hins nýja, þar á meðal. Ekki virðist mikið fararsnið á honum úr embætti, frekar en öðrum kónum, sem stjórna þessu öllu saman. Hann er meira að segja farinn að belgja sig út í fjölmiðlum, um nauðsyn þess að selja Landsbankann AFTUR til einkaaðila! Er ekki rétt að losa þjóðina við svona stjórnendur, eða dreymir fólk um aðra kollsteypu? Hvaða dómadagsrugl er þetta eiginlega? Það væri réttast að hérlendir korthafar hirtu þessi fyrirtæki hressilega á næstunni, með því að nota peninga í mun meiri mæli til sinna viðskipta, en þetta kortadrasl. Því miður mun það þó varla gerast, enda fáir með réttu ráði í þessum verslunarbrjálæðismánuði. Gerir fólk sér til að mynda grein fyrir því hvað það borgar í þjónustugjöld til þessara fjármagnsgleypa? Gerir fólk sér grein fyrir því hvað hver færsla í kortaviðskiptum kostar? Því miður held ég að svo sé ekki. Hvaða glóra er til dæmis í því að greiða með korti, þegar verslað er fyrir minna en þúsund krónur, já eða jafnvel tvöhundruð? Allt greitt með korti og eftir því sem upphæðin er lægri, verður þetta milligjald hærri prósenta af því sem verslað er og í sumum tilfellum fáránlegt hlutfall. Það er hreint og beint skelfilegt að horfa upp á það hve neytendur eru orðnir dofnir, þegar kemur að verslun með kortum. Ef fyrirtæki "sættast" á eitt þúsund og sex hundruð milljóna sektir, hlýtur afraksturinn að vera fjandi myndarlegur. Að lækkað "milligjald" skili neytendum fjögur hundruð milljónum er ekki aðeins lélegur brandari. Það er hrein og klár móðgun að halda slíku fram.

 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan, já og gleðileg seðlajól. Fari þessi kort ....... til. 


mbl.is Sparar neytendum 400 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband