5.12.2013 | 23:10
"Lobbýisminn" kominn á fulla ferð!
"Atvinnugrein þar sem starfa um 5600 manns getur ekki til lengdar staðið undir svo stórum hluta af tekjum ríkissjóðs"
Hvað starfa margir við sjávarútveg á Íslandi? Jú, ....... færri en í bönkum.
Stjórnendur föllnu bankanna og svokallaðir eigendur þeirra ( sem aldrei greiddu eina einustu krónu fyrir hlut sinn í þeim, en greiddu sér ríkulega fyrir "ábyrgðina") settu ríkissjóð á hausinn og stóran hluta samfélagsins, um leið. Það virðist ekki taka því að nefna það nú, eða hvað? Nú er hafinn "Lobbýismi" , sem hefur þann tilgang helstan að fá fjölmiðla til að prenta nánast hvaða dellu sem er, sem getur komið bönkunum vel í opinberri umræðu.
"Hærri gjöld bitna á þjónustunni"
Hvað á maðurinn eiginlega við með þessum orðum? Hvaða rök liggja að baki þessari fullyrðingu? Dettur ekki einum einasta blaðamanni í hug að spyrja spurninga lengur, eða er sú stétt að detta á ný í hrungírinn og tekur opinmynnt við hvaða déskotans dellu, sem vellur frá fjármálafyrirtækjunum og stjórnendum þeirra, án svo mikils sem nokkurs vafa um sannleiksgildi fréttatilkynninganna, eða útreikninga á því sem sagt er. Allt fer beint á prent.
Íslensk blaða og fréttamannastétt, sem skeit svo hressilega upp á bak í aðdraganda hrunsins, virðist vera mjög mikið niðri fyrir að gera jafnvel enn betur núna og þá helst upp og yfir allt bakið og niður á magann hinum megin. Stéttin hefur ekki, frekar en þingheimur, gert upp og viðurkennt viðvanings og aumingjahátt sinn í aðdraganda hrunsins, hvar svo sem í flokki menn og konur standa, eða á hvaða fjölmiðli starfa.
Það er ömurlegt að fylgjast með hérlendum fjölmiðlum þessa dagana, þar sem þeir kinnroðalaust prenta hvaða dellu sem er, án nokkurar eftirfylgni, skoðunar eða útreikninga.
"Ekki lýgur Mogginn" var eitt sinn sagt í gríni. Í dag veit Moggonn ekki einu sinni hvort hann er að segja satt eða ljúga. Þetta er allt orðið "copy-paste" og ekki einu sinni haft fyrir því að prófarkalesa lengur.
Fruss............
Hærri gjöld bitna á þjónustunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Halldór Egill - sem oftar !
Vel - að orði komist og hefi ég öngvu þar við að bæta.
Með beztu kveðjum - sem æfinlega /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.