24.8.2013 | 21:23
Auðlegðarskattur ósanngjarn?
Auðlegðarskattur er lagður á hreina eign einstaklinga. Mörgum kann að þykja þessi skattur ósanngjarn, en undirritaður er ekki á þeirri skoðun að öllu. Mikill meirihluti þeirra sem greiða auðlegðarskatt í dag, er eldra fólk sem á sínum tíma fékk nánast öll sín lán sjálfkrafa niðurfelld, þar sem lánin voru óverðtryggð. Verðbólga gerði þessi lán að smáaurum á örfáum árum og þegar upp var staðið, fékk þessi kynslóð lánin sín fyrir algert hrakvirði og á stundum fyrir ekki neitt. Það svaraði varla kostnaði að senda út greiðsluseðla fyrir afborgunum, svo grátbroslega lækkuðu þessi lán á upphafsdögum óðaverðbólgunnar. Það hefur lítið farið fyrir umræðu um þetta, enda viðkvæmt kýli að stinga á. Það er ekkert að því að leggja smá gjald á þá sem eiga eignir, sem aflað var með þessum hætti. Fjármálaráðherra ríkisins í dag, hefur afrekað meira tap, en nokkrum einstaklingi í einkafyrirtæki ætti að vera megnugt, en þvaðrar nú og blaðrar um ekki neitt sem skiptir máli, kominn í valdastól. Hvar eru RAUNVERULEGAR kjarabætur og leiðréttingar fyrir kynslóð eftirbóluáranna?
Auðlegðarskattur ekki framlengdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.9.2013 kl. 04:04 | Facebook
Athugasemdir
Dóri vandamálið við auðlegðarskattinn er að hann hefur haldið raunvöxtum á Íslandi tveimur prósentustigum hærri en annars hefði verið.
Einar Þór Strand, 24.8.2013 kl. 21:49
Halldór..Fjármálaráðherra í dag er ekki að gera neitt gagn og hans hugsun er að gera þá Ríku Ríkari,og það er rétt hjá þér,Hann þvaðrar um ekki neitt.Ég skammast mín í dag fyrir að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í Vor..Var ekki verið að afskrifa nokkuerar milljónir hjá Föður á Dögonum??
Vilhjálmur Stefánsson, 24.8.2013 kl. 23:22
Er ég að misskilja eitthvað?Er ekki auðlegðarskattur lagður á fyrirtæki í sjávarútvegi?Þú segir að hann sé lagður á gamalt fólk?Lendum við þá í því að borga auðlegðarskatt þegar við komum á elliárin?
Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 06:00
Ertu kannski að tala um fjármagnstekjuskatt?Við nánari íhugun er held ég ekkert sem heitir Auðlegðarskattur heldur heitir hann Auðlindarskattur.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 06:04
Eldra fólkið, sem þú vísar til Halldór, greiddi ævinlega eignarskatt - af nettó eign.
Eignarskatturinn var aflagður ekki alls fyrir löngu, man ekki hvaða ár, en líklega u.þ.b. áratug.
Síðustu árin var sá skattur kallaður ekknaskattur.
Kolbrún Hilmars, 25.8.2013 kl. 13:25
Hann fór víst alveg fram hjá mér þessi skattur þegar hann var lagður á,sem veldur þessum ruglingi hjá mér.En ef ég tjái mig um þetta þá finnst mér að ætti að byrja á að uppfylla önnur kosningaloforð en þetta.t.d að koma til móts við heimilin í landinu og atvinnumál.Það liggur ekkert á þessu.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.